Hreyfiafl Rótarinnar er nýr hópur innan félagsins sem ætlar að hittast einu sinni í viku til að rækta líkama og sál. Við förum í gönguferðir, jóga, flot eða annað sem okkur blæs í brjóst. Hópurinn hittist á mismunandi stöðum og verður nýr upphafsstaður fyrir hvern mánuð.

Þórlaug Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari og jógakennari leiðir starfið í samvinnu við þær Guðrúnu Ernu Hreiðarsdóttur, jógakennara og Huldu Stefaníu Hólm.

Fyrsti hittingur verður þriðjudaginn 4. febrúar kl. 17:30-18:30 og er upphafsstaður febrúarmánaðar í Öskjuhlíð við Nauthól. 

Þátttaka í hreyfiaflinu kostar ekki krónu og allar konur eru velkomnar!

Skráning í hópinn er hér við erum líka með hóp á Facebook fyrir Hreyfiaflið.

Share This