Rótin hefur til sölu bækur eftir Stephanie Covington. Bækurnar eru A Woman’s Way through The Twelve Steps ásamt vinnubók, bækurnar eru bara seldar í setti. Verðið er 6.500 kr. Þá  er bókin Awakening Your Sexuality: A Guide for Recovering Women á 3.500 kr. og bókin A Woman’s Journal. Helping Women Recover sem er vinnubók á ensku fyrir þátttakendur í námskeiðinu Konur studdar til bata á 6.000 kr.  Það er þátttakendum í námskeiðinu í sjálfsvald sett hvort bókin er keypt.

Um bækurnar:

Kynverund er mikilvægt viðfangsefni í fíknimeðferð kvenna sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi. Bókin Awakening Your Sexuality er verkfærakista sem hjálpar konum að vinna úr kynlífsreynslu sinni, skilja kynverund sína og skapa sér það kynferðislega líf sem þær óska sér. Í bókinni er reynsla kvenna skoðuð með dæmum úr rannsóknum þar sem farið er varfærnislega og skref fyrir skref í að leiðbeina konum að horfast í augu við sektarkennd, skömm og fíkn; gera þær meðvitaðar um líkamsímynd sína og hegðunarmynstur og að hefja göngu kynferðislegs frelsis og vaxtar.

Í bókinni A Woman’s Way through The Twelve Steps hefur Stephanie Covington safnað saman reynslu kvenna af 12 spora starfi, hvernig þær skilja sporin og hvað hefur virkað fyrir þær í sporastarfi. Í bókinni er sjónum beint að því að í bata frá fíkn gríma konur við sértæk viðfangsefni eins og kynverund, vanmátt og áföll. Bókin styður konur í valdeflandi bataferli á þeirra eigin forsendum.

Bókin A Woman’s Journal. Helping Women Recover er vinnubók á ensku fyrir þátttakendur  í námskeiðinu Konur studdar til bata.

PANTA BÓK HÉR

Þegar borist hefur staðfesting á pöntuninni frá félaginu er söluverðið lagt inn á reikning Rótarinnar og ásamt kvittun úr heimabanka á netfang félagsins. Bækurnar verða svo sendar í pósti:

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda
Kt. 500513-0470, bankanr. 0101 -26-011472
Netfang: rotin@rotin.is

Share This