alanonÁ næsta umræðukvöldi Rótarinnar kemur til okkar Björk Guðjónsdóttir doktorsnemi í mannfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands og kynnir fyrir okkur doktorsverkefni sitt.

Að vanda er umræðukvöldið í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 kl. 20, miðvikudaginn 8. apríl.

Doktorsverkefni Bjarkar fjallar um Al-Anon samtökin og mótun nýrrar sjálfsmyndar við langvarandi þátttöku í samtökunum. Björk ætlar að lýsa undirbúningi, aðferðafræði og upplýsingasöfnun við vinnslu ritgerðarinnar.

Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook!

Share This