Síðasti viðburður ársins hjá Rótinni verður aðventukvöldið okkar en þá fáum við til okkar góða gesti til að skemmta okkur.

Skáldkonurnar Eva Rún Snorradóttir, Vigdísi Grímsdóttir og Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir koma í heimsókn en þær eru allar að gefa út bækur fyrir jólin.

Eva Rún er meðlimur í Kviss Búmm Bang en var að gefa út ljóðabókina Heimsendir fylgir þér alla ævi. Hér má sjá viðtal við hana í Kiljunni: http://www.ruv.is/sarpurinn/kiljan/20112013/eva-run-snorradottir-ljodskald.

Vigdís Grímsdóttir var að gefa út bókina Dísusaga – konan með gulu töskuna. Hér er Vigdísi í Kiljunni: https://www.youtube.com/watch?v=hUFKHkvQHhs.

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir var að gefa út bókina Kona með maga og má hér sjá viðtal við Þórunni í Kiljunni: http://www.ruv.is/sarpurinn/kiljan/27112013/kona-med-maga-thorunn-erlu-og-valdimarsdottir.

Síðast en ekki síst ætla þær Lilja Steingrímsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hljómsveitinni Ellin að spila nokkur lög fyrir okkur.

Aðventukvöldið er haldið í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, þann 11. desember kl. 20.

Allir velkomnir á Rótarkvöld, konur og karlar!

Við ætlum að vera með léttar veitingar en að venju eru kvöldin fjármögnuð með samskotum svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook: https://www.facebook.com/events/433271086774683/.

Share This