2013-2014

Haust 2014

  1. september – Stefna ríkisins í meðferðarmálum. Þorgerður Ragnarsdóttir var fyrsti gestur haustsins og fjallaði um lokaritgerð sína í opinberri stjórnsýslu um mótun hins opinbera á heildarstefnu uppbyggingar og reksturs meðferðarstofnana. Hvernig er slík stefna mótuð og hvaða sjónarmið og hagsmunir ráða ferðinni?
  2. október. EMDR áfallameðferð – Gyða Eyjólfsdóttir og Monika Skarphéðinsdóttir. Fjölsóttasti viðburður Rótarinnar á síðasta starfsári var þegar Gyða Eyjólfsdóttir og Monika Skarphéðinsdóttir, sem báðar eru sálfræðingar, komu til okkar og fræddu okkur um svokallaða ACE-rannsókn (ACE Study) á áhrifum erfiðra upplifana í æsku á heilsufar síðar á ævinni. Þær komu svo aftur til okkar og í þetta sinn til að kynna fyrir okkur svokallaða EMDR áfallameðferð. Gyða er með doktorsgráðu í ráðgjafarsálfræði frá The University of Texas í Austin. Monika Skarphéðinsdóttir er sálfræðingur með cand. psych. gráðu frá Háskóla Íslands.
  3. nóvember. Hver er ÞINNAR gæfu smiður? – Rætur vandans skoðaðar frá félagslegum, siðferðislegum og læknisfræðilegum sjónarhóli. Jóhann Ág. Sigurðsson prófessor í heimilislækningum flytur erindi. Málshátturinn „Hver er sinnar gæfu smiður“ er barn síns tíma. Hann nær of skammt miðað við núverandi þekkingu á helstu ákvörðunarþáttum heilbrigðis. Nær væri að breyta þessum málshætti í spurningu svo sem „Hver er þinnar gæfu smiður?“ Viðfangsefnið verður þá sem fyrr að skoða ábyrgð og þátt einstaklingsins í því að móta lífshlaup sitt, en jafnframt að spyrja þeirrar spurningar hvaða þættir það séu í umhverfi og samskiptum sem ráði miklu um heilsufar viðkomandi einstaklings.
  4. desember. Jólamenningarkvöld Rótarinnar. Við fáum til okkar góða gesti sem ætla að gleðja okkur með góðum listum. Rithöfundarnir Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Steinar Bragi og Þórdís Gísladóttir koma og lesa úr verkum sínum ásamt Iðunni Steinsdóttur sem les fyrir systur sína Kristínu Steinsdóttur. Einnig ætlar Jökull Júlíusson söngvari hljómsveitarinnar Kaleo að syngja og spila nokkur lög.

Vor 2014

  1. janúar — Öruggur bati eftir áföll. Sigurlína Davíðsdóttir prófessor emerita í uppeldis- og menntunarfræði var gestur Rótarinnar á umræðukvöldi miðvikudaginn 22. janúar kl. 20. Sigurlína er félagssálfræðingur að mennt og hefur m.a. fengist við rannsóknir í heilsusálfræði. Hún var meðal stofnenda Krýsuvíkursamtakanna og hefur einnig verið stjórnarformaður þeirra af og til og samfellt síðan 1998. Sigurlína fjallaði um helstu atriði bókarinnar 8 lyklar að öruggum bata eftir áföll eftir Babette Rothschild sem hún þýddi og fjallaði einnig um þann fræðilega grunn sem notaður er í meðferðinni í Krýsuvík.
  2. febrúar — Afhjúpum ofbeldið. Ella Kristín Karlsdóttir félagsráðgjafi og handleiðari kom til okkar og ræddi um mikilvægi þess að ofbeldi sé afhjúpað. Hún fjallaði um mismunandi tegundir ofbeldis og hvert þolendur þess geta leitað. Ella Kristín á að baki 20 ára starfsferil í félagsþjónustunni og starfar sem deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts en þar hefur hefur markvisst verið skimað eftir ofbeldi í nokkur ár.
  3. mars – Gyða Eyjólfsdóttir og Monika Skarphéðinsdóttir eru báðar sálfræðingar. Þær ætla að fjalla umtengsl erfiðra upplifana úr æsku og afleiðingar þeirra, meðal annars fara þær í tengsl upplifananna við fíkn. Þær byggja erindið að miklu leiti á The Ace study. Gyða er sérfræðingur í svokallaðri EMDR áfallameðferð (www.emdr.is).
  4. mars – Fundur á Akureyri. Kynning á Rótinni og fyrirlestur Sigrúnar Sigurðardóttur hjúkrunarfræðings á rannsókn hennar á áhrifum áfalla á heilbrigði m.a. fíkn. Í Grasrót, Hjalteyrargötu 20, kl. 14.
  5. mars — Hinn huldi veruleiki barna í ábyrgðarhlutverki. Björg Guðrún Gísladóttir höfundur bókarinnar Hljóðin í nóttinni og Guðbjörg Ottósdóttir adjúnkt í félagsfræði komu til okkar og ræddu um stöðu barna í fjölskyldum þar sem alkahólismi og önnur vandamál eru til staðar.
  6. apríl — Annmarkar þess að skilgreina ofneyslu sem sjúkdóm. Sæunn Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur og sálgreinir. Sæunn hefur gefið út bækurnar Hvað gengur fólki til? Leit sálgreiningar að skilningi, 1999 og Árin sem enginn man. Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna, 2009. Í bókinni Hvað gengur fólki til? er kaflinn „Óðurinn til fíknarinnar“ þar sem Sæunn skoðar m.a. hugsanlegar sálrænar orsakir ofneyslu en hér á landi hefur sjúkdómskenningin verið allsráðandi.
  7. maí – Gildi gremjunnar. Sólveig Anna Bóasdóttir dósent í guðfræðilegri siðfræði talaði um gildi gremjunnar. Við heyrum oft að það sé kristilegt að fyrirgefa þeim sem gert hafa á okkar hlut og jafnvel að það sé sáluhjálparatriði fyrir þá sem hafa verið beittir órétti að fyrirgefa misgjörðarmönnum sínum. En er það svo? Sólveig Anna hefur rannsakað þetta og kemst að annarri niðurstöðu.

 

Haust 2013

  1. september — Fíkn sem afleiðing af ofbeldi og annars konar áföllum í æsku. Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, lektor við Háskólann á Akureyri og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum. Rannsóknir hennar snúast um afleiðingar ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan karla og kvenna og vinnu að þróun þverfaglegra meðferðarúrræða fyrir þann hóp. Úrræðið sem Sigrún hefur unnið að er kallað Gæfusporin og hefur hún unnið með það úrræði á Akureyri undanfarin tvö haust og nú í haust verður farið af stað í þriðja sinn. Einnig var farið af stað með Gæfusporin í Mjóddinni Í Reykjavík í september þar sem Sigrún var með handleiðslu og fræðslu.
  2. september — Ungar mæður og fíknivandi. Anna María Jónsdóttir geðlæknir á geðsviði Landspítala og hjá Miðstöð foreldra og barna. Hún hefur starfað með teymi á Lsp sem hefur sérhæft sig í meðferð og aðstoð við foreldra sem eiga við geðraskanir að stríða sem hefur verið í formlegu samstarfi við fíkniskorina á Teigi sem hefur gert kleift að veita foreldrum með fíknivanda sömu aðstoð. Hvernig er hægt að hjálpa foreldrum með fíknivanda? Foreldrar með fíknivanda voru ekki að ná að nýta sér þjónustu FMB-teymisins jafnvel og þeir sem áttu eingöngu við geðrænan vanda að stríða. Barnshafandi konur með fíknivanda virðast heldur ekki nýta sér hefðbundin meðferðarúrræði við fíknivandanum; það er svo margt annað að gerast í lífi þeirra og því þarf að koma til móts við þennan hóp sem hefur verið veitt sérhæft meðgöngueftirlit í áhættumæðravernd á kvennadeild Landspítala. Þörf er á frekari þverfaglegri aðkomu fagfólks á sviði fíknimeðferðar og geðrænnar meðferðar, með áherslu á samhæfða nálgun, varðandi meðgöngueftirlit, fíknimeðferð, og stuðning við foreldrahlutverkið fyrir þennan hóp.
  3. október — Meðferð við fíkn. Helga Sif Friðjónsdóttir Ph.D. í hjúkrunarfræði, hjúkrunardeildarstjóri á fíknigeðdeild á geðsviði Landspítala. Helga Sif er með meistara og doktorsmenntun í geðhjúkrun með áherslu á fíkni- og aðra geðsjúkdóma. Hún hefur starfað að slíkri hjúkrun m.a. á Vogi og frá sumri 2007 á fíknigeðdeild Landspítala. Helga Sif er lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og kennir aðferð sem kölluð er áhugahvetjandi samtal á ýmsum vettvangi. Hún er einnig faglegur verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands.
  4. október — Konur, fíkn og sektartilfinning. Sigríður Guðmarsdóttir, Ph.D. í guðfræði og sóknarprestur í Reykjavík. Vitundin um eigin gildi og dýrmæti mótar sjálfsmynd og reisn hverrar manneskju. Á sama hátt er sektarkennd órjúfanlegur þáttur í skaphöfn hinnar skyni gæddu siðferðisveru þegar manneskjan upplifir að hún hafi gerst brotleg við eigin gildi og siðferðisboð. Við tökumst á við sekt með ýmsu móti, metum hana, horfumst í augu við hana, notum hana til að gera betur og bæta fyrir, sem agastjórnunartæki og uppeldistæki, við bælum hana niður, vörpum henni yfir á aðra til þess að þurfa ekki að takast á við sársauka hennar og afleiðingar. Því hefur verið haldið fram að kynin takist á við sekt og sjálfsmyndarleit á ólíkan hátt og fíkn getur haft áhrif á sektaraðferðir okkar líka. Erindið fléttaði saman hugleiðingum um fíkn, kynjahlutverk og sektarkennd með það fyrir augum að opna umræður um kynbundna sekt og sekt í skugga fíknar.
  5. nóvember — Áfengið, ofbeldið og hitt kynið. Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur er dr. philos. frá Háskólanum í Osló. Hún er með aðsetur í Reykjavíkur Akademíunni. Hildigunnur var sérfræðingur velferðarráðuneytisins um rannsóknir á ofbeldi gegn konum í nánum samböndum en rannsóknir voru stór liður í áætlun ríkisstjórnarinnar frá 2006 um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum í nánum samböndum. Hildigunnur hefur unnið að rannsóknum á áfengismálum og í afbrotafræði og hefur tekið þátt í erlendu fræðastarfi og fjölmörgum fjölþjóðarannsóknum á sviði áfengismála. Doktorsritgerð hennar um AA samtökin á Íslandi kom út árið 2000. Hún hefur birt yfir 100 greinar og bókarkafla á sínu fræðasviði. Í erindinu var fjallað um eldri og nýrri rannsóknir á konum sem neytendum og misnotendum áfengis, hvernig rannsóknir hafa beinst að ofbeldi gegn konum og á hvern hátt áfengistengt ofbeldi í lífi kvenna hefur fengið athygli sem rannsóknarefni.
  6. nóvember — Tilfinningaleg vandamál kvenna í áfengismeðferð. Ása Guðmundsdóttir er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hún starfar á Landspítalanum og rekur eigin sálfræðistofu. Hún vann um margra ára skeið við meðferð áfengis- og vímuefnavanda á Landspítala jafnframt því að sinna áfengisrannsóknum. Hún var m.a. með stuðnings- og meðferðarhópa fyrir konur í áfengis- og vímuefnameðferð og rannsakaði tilfinningalegan og félagslegan vanda þeirra. Hún hefur einnig um langt árabil sinnt einstaklingum, á sálfræðistofu sinni, sem glímt hafa við áfengis- og vímuefnavanda, einkum konum. Hún sinnir nú m.a. meðferð þeirra sem leita á neyðarmóttöku nauðgana. Í erindinu var greint frá niðurstöðum rannsókna hennar á tilfinningalegum og félagslegum vanda kvenna í áfengis- og vímuefnameðferð auk þess sem hún fjallaði um eigin reynslu úr meðferðarstarfi með konum. Rætt var um ástæður þess að huga þarf að þörfum kvenna sérstaklega er þær leita sér meðferðar.
  7. desember — Aðventukvöld. Síðasti viðburður ársins hjá Rótinni var aðventukvöldið. Skáldkonurnar Eva Rún Snorradóttir, Vigdísi Grímsdóttir og Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir komu í heimsókn en þær gáfu allar út bækur fyrir jólin. Eva Rún er meðlimur í Kviss Búmm Bang og gaf út ljóðabókina Heimsendir fylgir þér alla ævi, Vigdís Grímsdóttir var að gefa út bókina Dísusaga – konan með gulu töskuna og Þórunn bókina Kona með maga. Síðast en ekki síst komu þær Lilja Steingrímsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hljómsveitinni Ellin og spiluðu nokkur lög fyrir okkur.

Vor 2013

  1. mars – Stofnfundur Rótarinnar að Hallveigarstöðum.
  2. apríl — Áföll, fíknir, afleiðingar og bati – Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur og Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur. Valdís Ösp er með BA-próf í guðfræði og MA-próf í fíknifræðum (Addiction Studies) frá Hazelden í Bandaríkjunum. Vigfús er guðfræðingur og með framhaldsnám í sálgæslufræðum (MTh. Pastoral Care and Counseling).
  3. maí — Skömm og sekt – Sólveig Anna Bóasdóttir dósent í guðfræðilegri siðfræði flutti erindi um skömmina. Hún fjallaði um tvær siðferðilegar tilfinningar, skömm og sekt, og velti fyrir sér bæði skyldleika þeirra og mismun. Hvers eðlis eru þessar tilfinningar, góðar eða slæmar, æskilegar eða óæskilegar, er hægt að skila skömm – af hverju er talað um það?

 

Share This