Sjálfsuppgötvun og valdefling

Leiðsagnarhópurinn Sjálfsuppgötvun og valdefling ― Fyrir stúlkur og ungar konur ― styður stúlkur og ungar konur í að styrkja sjálfsmynd sína og að öðlast rödd. Unglingsárin eru tími mikilla uppgötvana, áskorana og þroska. Ýmislegt í okkar kynjuðu menningu gerir þessar áskoranir snúnar fyrir stúlkur og margar þeirra ná ekki að öðlast eigin rödd eða jákvæða sjálfsímynd á þessu mikilvæga þroskaskeiði.

Fyrir hverjar
Námskeiðið er sérstaklega ætlað stúlkum og ungum konum á aldrinum 18-25 ára. Skráning fer fram hér!

Aðferð
Námsefnið tekur mið af áfallareynslu og miðast við reynsluheim stúlkna og þau áhrif sem það hefur á líf þeirra að alast upp í veruleika kynjamisréttis. Unnið er með gagnvirkar æfingar og leitast við að byggja upp jákvæðra sjálfsmynd, færni í heilbrigðum samskiptum kynjanna og sálræna og tilfinningalega vellíðan. Þá er fjallað um notkun fíkniefna, kynferðismál og hvernig hægt er að stuðla að bjartri framtíð. Einnig er komið inn á málefni stúlkna í réttarvörslukerfinu. Námskeiðið byggir á námsefni dr. Stephanie Covington Voices: A Program of Self- Discovery and Empowerment for Girls.

Markmið:

  • Að hjálpa stúlkum/ungum konum að skilja stöðu sína og áhrif þess að vera kona í heimi þar sem kynjamisrétti er viðvarandi
  • Að styðja þátttakendur í úrvinnslu áfalla og beina þeim inn á braut vaxtar eftir áföll (ens. post-traumatic growth) með kynjasjónarmið að leiðarljósi
  • Að þátttakendur öðlist aukinn skilning á
    • Sjálfi
    • Samböndum
    • Heilbrigðu líferni (líkamlegu, tilfinningalegu, andlegu)
  • Framtíðarsýn

Hvenær
Næsta  hópur hefst haustið 2020.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn 
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guuðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.

Skipulag
Námskeiðið er alls í 18 skipti.

Hámarksfjöldi eru 10 þátttakendur.

Share This