Rótin sendi frá sér eftirfarandi ályktun í dag, föstudaginn 22. júlí 2016:
Kynferðisbrot – Þöggun eða opinberar upplýsingar?
 
Um þessar mundir er mikil umræða um hvort eða hvernig skuli birta upplýsingar um kynferðisbrot. Af því tilefni bendir Rótin á bækling sem félagið gaf út á síðasta ári þar sem brotaþolum er leiðbeint um samskipti við fjölmiðla.
Það á að sjálfsögðu að vera á valdi þolenda hvort og hvenær saga þeirra fer í fjölmiðla en rétt er að árétta að tölfræði um ofbeldi telst ekki til viðkvæmra persónuupplýsinga, ekki frekar en upplýsingar um innbrot eða aðra glæpi
Bæklingurinn er aðgengilegur öllum á heimasíðu Rótarinnar http://www.rotin.is/ef-fjolmidlar-hafa-samband/.
 
Share This