Rótin gefur um þessar mundir út bæklinginn „Ef fjölmiðlar hafa samband. Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur“ sem ætlaður er þolendum ofbeldisglæpa og inniheldur leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla eftir áföll vegna ofbeldis. Bæklingurinn er þýddur úr ensku með góðfúslegu leyfi Canadian Resource Centre for Victims of Crime. Mannréttindaráð Reykjavíkur og Sorpa/Góði hirðirinn styrktu gerð bæklingsins og þökkum við þann mikilvæga stuðning.

Aðdragandi þess að Rótin ákvað að ráðast í þýðingu og útgáfu bæklingsins er sú að færst hefur í aukana að fólk tjái sig um kynferðisbrot og önnur ofbeldisbrot í fjölmiðlum. Stundum er fólk að opna á slíka reynslu í fyrsta skipti. Við teljum að leiðbeiningarnar geti hjálpað brotaþolum að gera upp hug sinn um það hvernig þeir vilja haga samskiptum við fjölmiðla.

Fagna ber aukinni umræðu um kynferðisbrot í samfélaginu, ekki síst þeirri sem snýr að valdeflingu þolenda sem hefur verið byltingarkennd og ánægjuleg að undanförnu. Þar má nefna Druslugöngu, Free the Nipples- og Beauty tips-byltingar þar sem þöggun og refsileysi er mótmælt. Það er hins vegar svo að kynferðislegt ofbeldi getur skilið eftir sig djúp spor sem oft er betra að vinna með í trúnaðarsamtölum við fagfólk áður en slík áföll eru rædd opinberlega. Það er að sjálfsögðu allaf á valdi þolenda hvort og hvenær þeir ræða sína sögu við fjölmiðla og eins og kemur fram í leiðbeiningunum hefur slík umræða marga kosti. Tilgangur Rótarinnar er því ekki að draga úr þeim sem kjósa að deila sinni sögu opinberlega heldur að skapa umræðu um kosti þess og galla fyrir brotaþola.

Hægt er að fá send prentuð eintök af bæklingnum með því að senda póst á rotin@rotin.is en hann er einnig aðgengilegur hér á síðu félagsins.

Hér er hægt að skoða bæklinginn í PDF-skjali:

Ef fjölmiðlar hafa samband. Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur. “

Hér er hægt að skoða stafræna útgáfu af bæklingnum:

Málþingið var tekið upp og er aðgengilegt á vefnum:

Share This