Skimun vegna ofbeldis – erindi til heilbrigðisráðherra

Skimun vegna ofbeldis – erindi til heilbrigðisráðherra

27. ágúst 2013

Rótin sendi í dag erindi til heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, varðandi skimun og meðferð á meðferðarstöðvum vegna ofbeldis. Efni erindisins var eftirfarandi:

„Árið 2011 lagði velferðarráðherra fram á Alþingi skýrslu um aðgerði samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Í skýrslunni eru settar fram tillögur stjórnvalda um aðgerðir til að „fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, styrkja úrræði fyrir konur sem eru beittar ofbeldi og börn þeirra, og hjálpa körlum til að binda endi á ofbeldisbeitingu.“

Í tillögunum er eftirfarandi sett fram varðandi aðgerðir inni á meðferðarstöðum:

„Meðferðarstofnanir
Á meðferðarstofnunum vegna áfengis- og vímuefnaneyslu verði skimað eftir þeim körlum sem hafa beitt maka sína ofbeldi og meðferð þeirra taki mið af því. Sömuleiðis verði skimað eftir konum sem hafa verið beittar ofbeldi í nánum samböndum og tekið tillit til slíkra áfalla í meðferðinni.“
(Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/1214.pdf).

Ráð Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda óskar eftir upplýsingum um hvort að þessum tillögum hafi verið fylgt eftir. Ef svo er þá óskum við eftir upplýsingum um það hversu hátt hlutfall þeirra sem koma til meðferðar á undanförnum árum eru þolendur ofbeldis og hversu hátt hlutfall þeirra hafa beitt ofbeldi, samkvæmt skimunum. Einnig óskum við eftir upplýsingum um kynjahlutfall beggja hópa.“

Svar barst og er dagsett 29. nóvember 2013.

Skimun og meðferð ofbeldis á meðferðarstöðum