Samstarf ÍSÍ og aðildarfélaga við heilsuræktarstöðvar

Samstarf ÍSÍ og aðildarfélaga við heilsuræktarstöðvar

Rótin sendi eftirfarandi bréf á ÍSÍ í kvöld:

Ágætu viðtakendur.

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda sendi nýlega bréf á heilsuræktarstöðvar, ráðherra íþróttamála, ASÍ og SI til að falast eftir upplýsingum um hvernig gætt sé að persónulegu öryggi iðkenda á heilsuræktarstöðvum t.d. með siðareglum og varúðarráðstöfunum við ráðningu starfsfólks.

Mörg aðildarfélög ÍSÍ hafa gert samninga við heilsuræktarstöðvar sem fela það í sér að börnum niður í 14 ára aldur er beint inn á stöðvarnar. Almennt virðast heilsuræktarstöðvarnar ekki vera með siðareglur fyrir starfsfólk né virðast samtök starfsmanna hafa sett sér slíkar reglur, s.s. einkaþjálfarar.
ÍSÍ er með ítarlegar siðareglur að því er varðar starf í aðildarfélögum en við spyrjum hvaða kröfur eru gerðar til samstarfsaðila ÍSÍ og aðildarfélaga? Er þess krafist að heilsuræktarstöðvar, t.d., séu með skýrar siðareglur og stefnu í starfsmannamálum til að tryggja persónulegt öryggi iðkenda?
Rótarkonur þekkja dæmi þess að maður sem dæmdur hefur verið fyrir mjög gróft ofbeldi gagnvart barni sé við störf á heilsuræktarstöð sem gert hefur samninga við íþóttafélög og fleiri opinbera aðila.
Við hvetjum ÍSÍ til að skoða mál sem varða persónulegt öryggi iðkenda, ekki bara inni í félögunum heldur einnig þegar þeim er vísað til þriðja aðila.

(more…)