Konur studdar til bata

Konur studdar til bata

Konur studdar til bata

Námskeiðið Konur studdar til bata er námskeið fyrir konur þar sem lögð er áhersla á að vinna með rætur vímuefnavanda og annað andstreymi í lífi kvenna. Unnið er út frá því að vímuefnanotkun sé ekki einangrað vandamál heldur eigi sér m.a. rætur í áföllum og tekið er á þeim fjölþætta vanda sem konur með sögu um vímuefnavanda standa frammi fyrir. Námskeiðið kemur úr smiðju dr. Stephanie Covington sem er frumkvöðull í vinnu með vímuefnavanda kvenna með áfallasögu og heitir á ensku Helping women recover.

Fyrir hverjar

Námskeiðið er ætlað konum sem eiga sögu um vímuefnavanda. Skráning fer fram hér!

Markmið

Markmið námskeiðsins er að konur öðlist aukna sjálfsþekkingu sem einstaklingar en skilgreini sig ekki í gegnum sambönd eða stöðu sína. Einnig að þær átti sig á styrkleikum sínum og geti byggt framtíð sína og betra líf á þeim.

Innihald

Aðaláherslan er á fjóra þætti:

  1. Sjálfsmynd
  2. Sambönd og samskipti
  3. Kynverund
  4. Andleg heilsa

Innan þessara þátta eru undirflokkar þar sem farið er ítarlega í atriði sem talin eru mikilvæg fyrir konur á batavegi. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig komust þær af og til hvaða bjargráða greip hver og ein þeirra. Kynntar eru nýjar aðferðir til að stuðla að bata.

Hvenær 

Námskeiðið hefst 28. ágúst og því lýkur 4. desember 2019

Verð

48.000 kr.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.

Skipulag

Alls er um að ræða 16 skipti, hvert skipti er 90 mínútur frá kl. 17.15–18.45 á miðvikudögum og tvisvar á mánudegi. Fyrirhugað er að bjóða einnig upp á dagnámskeið á sama tímabili ef áhugi er á því.

Dagsetningar kl. 17.15-18.45:

Tími Vikudagur Dagsetning
1 miðvikudagur 28. ágúst
2 miðvikudagur 4. september
3 miðvikudagur 11. september
4 miðvikudagur 18. september
5 miðvikudagur 25. september
6 miðvikudagur 2. október
7 miðvikudagur 9. október
8 miðvikudagur 16. október
9 mánudagur 28. október
10 miðvikudagur 30. október
11 miðvikudagur 6. nóvember
12 miðvikudagur 13. nóvember
13 miðvikudagur 20. nóvember
14 miðvikudagur 27. nóvember
15 mánudagur 2. desember
16 miðvikudagur 4. desember

Hámarksfjöldi er 10 þátttakendur.

Þátttakendur eru hvattir til að sækja fundi í Rótarhópnum á miðvikudögum kl. 19.15 að loknu námskeiðinu.