MARISSA: Evrópskt samstarfsverkefni um ofbeldi í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda

Fréttabréf – Nóvember 2020-maí 2021

Fundahald fyrir MARISSA verkefnið átti sér áfram stað á netinu á öðru hálfárs tímabili verkefnisins vegan þeirra ferðatakmarkanna í stað staðbundinna funda vegna þeirra ferðatakmarkana sem Covid-19 hefur valdið. Þrátt fyrir það hefur samstarfið gengið vel og fyrirhugaðir verkþættir gengið eftir. Til dæmis má nefna að rýnihópar komu saman í Grikklandi, Eistlandi og á Íslandi. Þar að auki unnu þátttakendur að því að fara yfir fyrirliggjandi gögn og að greina þá þjónustu sem nú eru í boði fyrir fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi í nánum samböndum og fólk með áfengis- og vímuefnavanda. Þá hefur einnig verið unnið að þarfagreiningarskýrslu, handbók fyrir leiðbeinendur og að þróun vefs verkefnisins.

Rýnihópar

Rýnihópar með fagfólki komu saman í hverju þátttökulandi fyrir sig, Grikklandi, Eistlandi og Íslandi, í þeim tilgangi að fá fram viðhorf fagfólks á samband áfengis- og vímunefnavanda og ofbeldis í nánum samböndum. Helstu niðurstöður rýnihópanna voru:

  • Í Eistlandi kom í ljós að skortur er á samþættri meðferð fyrir bæði konur og karla sem orðið hafa fyrir ofbeldi og glíma við áfengis- og vímuefnavanda. Einnig kom í ljós að þar er ekki nægilegt framboð á öruggum úrræðum fyrir konur með áfengis- og vímuefnavanda í athvörfum fyrir konur.
  • Í Grikklandi sýndi sig að flestar konur sem koma til meðferðar vegna áfengis- og vímuefnavanda höfðu einnig orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Einnig kom fram að meðferð vegna ofbeldis í nánum samböndum hjálpar þolendum að skilja að vímuefnavandinn er hluti af vandanum og að nauðsynlegt sé að taka jafnframt á við hann.
  • Á Íslandi var helsta niðurstaðan sú að sárlega vanti meiri menntun og þjálfun um ofbeldi í nánum samböndum og að fordómar í heilbrigðiskerfinu séu veruleg hindrun í þjónustu við fólk með vímuefnavanda.

Mat á fyrirliggjandi gögnum og greining á þjónustu sem í boði eru vegna ofbeldis í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda

Yfirlit yfir fyrirliggjandi gögn og greining á þeim inngripum sem í boði eru vegna ofbeldis í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda var birt í janúar. Í yfirlitinu var í fyrsta lagi fjallað um sambandið á milli ofbeldis í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda og í öðru lagi voru kynntar þær kenningar sem leitast við að útskýra þetta samhengi. Í yfirlitinu eru einnig kynntar landsskýrslur um ofbeldi í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda í Eistlandi, á Íslandi og í Grikklandi. Þar að auki var núverandi staða greind og tilmæli um inngrip, þjónustu og stefnumótun voru sett fram. Að lokum var sýnt fram á af hverju samstarf stofnana sem fást við ofbeldi í nánum samböndum og, hins vegar, áfengis- og vímuefnavanda er nauðsynlegt og hvernig ber að nálgast það.

Hvað gerist næst?

Þátttakendur í verkefninu hafa á síðustu mánuðum unnið að þarfagreiningarskýrslu og verður hún kynnt í næsta mánuði. Þar að auki er verið að vinna að handbók fyrir leiðbeinendur og verður hún gefin út á næstunni. Síðast en ekki síst er verið að vinna í vefsíðu MARISSA og verður hún sett í loftið fljótlega.

Fylgdu okkur á félagsmiðlum!

Ef þú vilt fá tíðari fréttir um hvað þátttakendur eru að gera og hverju verkefnið er að skila af sér, fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum

Fylgdu okkur á Facebook:

MarissaProject

Rotin.felag

Innihald fréttabréfsins er alfarið á ábyrgð MARISSA verkefnisins og endurspeglar ekki endilega afstöðu Evrópusambandsins.

Nálgast má fréttabréfið í PDF-skjali hér..

Share This