Hvað má og hvað er rétt að gera þegar kemur að forvörnum fyrir börn og unglinga? Gleymdum við íslenska módelinu? Hvar eru fyrirmyndir unglinga? Felast hættuleg skilaboð í rapptextum? Þessum spurningum og ótal öðrum verður reynt að svara á næsta umræðukvöldi Rótarinnar sem haldið verður miðvikudaginn 12. febrúar nk. kl. 20 á Hallveigarstöðum.

Dagskrá

  • Inngangur Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur sem jafnframt er fundarstjóri
  • „Að poppa pillu“ – áhrif dægurmenningar á viðhorf ungmenna til ólöglegra vímuefna, Halla Sigrún Arnardóttir, lýðheilsufræðingur
  • Forvarnir, virkni þeirra og þróun. Rafn Jónsson, sérfræðingur hjá Embætti landlæknis.
  • Umræður

Halla Sigrún er hjúkrunarfræðingur B.Sc. og M.Sc. í lýðheilsuvísindum og starfar sem verkefnistjóri á klínísku rannsóknasetri Landspítala og Háskóla Íslands. Halla skoðaði í lokaritgerð sinni í meistaranámi sjónarhorn listamanna á vísanir í ólögleg vímuefni í íslenskri rapptónlist.

Rafn Magnús Jónsson er sérfræðingur hjá Embætti landlæknis þar sem hann hefur starfað frá árinu 2011 en þar á undan á Lýðheilsustöð frá 2004.

Guðrún Ebba Ólafsdóttir er grunnskólakennari með diplómu í leiðsagnarkennslu. Þá er hún leiðbeinandi, námsstjóri og þýðandi hjá Rótinni. Guðrún Ebba kennir við Laugalækjarskóla þar sem hún hefur verið leiðandi í þróun lífsleiknikennslu og þáttum sem snúa að einelti, forvörnum og líðan nemenda.

Umræðukvöld Rótarinnar eru öllum opin, boðið er upp á te og kaffi sem er fjármagnað með samskotum. Munið eftir klinkinu eða leggið inn á reikning Rótarinnar: Kt. 500513-0470, bankanr. 0101 -26-011472.

Viðburðurinn er á Facebook!

Umræðukvöldið er haldið í Kvennaheimilinu, Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Share This