Rótin sendi eftirfarandi erindi í morgun til Alanó-klúbbsins á Héðinsgötu en tilgangur klúbbsins er að efla sporastarf á Íslandi.

Erindi til Alanó-klúbbsins
Héðinsgötu 1-3

Ágætu viðtakendur.

Nú nýverið voru húsreglur í Gula húsinu á Tjarnargötu, sem hýsir 12 spora fundi, endurbættar og inn í þær sett eftirfarandi ákvæði:
„9. allt einelti (andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og félagslegt) sem og annað persónulegt áreiti varðar tafarlausum brottrekstri úr húsinu.“
Reglunum hefur verið fylgt vel eftir og gefin skýr skilaboð um að áreiti líðst ekki í húsinu.
Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – fer þess á leit við Alanó-klúbbinn að sambærileg regla verði sett í klúbbnum til að skapa aukið öryggi fyrir nýliða og sem aðra sem húsið sækja.

F.h. Rótarinnar,

Kristín I. Pálsdóttir

Share This