Sjálfsuppgötvun og valdefling

Námskeiðinu Sjálfsuppgötvun og valdefling ― Fyrir stúlkur og ungar konur ― er ætlað að hvetja stúlkur og ungar konur til að styrkja sjálfsmynd sína og að öðlast rödd. Unglingsárin eru tími mikilla uppgötvana, áskorana og þroska. Ýmislegt í okkar kynjuðu menningu gerir þessar áskoranir snúnar fyrir stúlkur og margar þeirra ná ekki að öðlast eigin rödd eða jákvæða sjálfsímynd á þessu mikilvæga þroskaskeiði.

Fyrir hverjar

Námskeiðið er sérstaklega ætlað stúlkum og ungum konum á aldrinum 18-25 ára. Skráning fer fram hér!

Aðferð

Námsefnið tekur mið af áfallareynslu og miðast við reynsluheim stúlkna og þau áhrif sem það hefur á líf þeirra að alast upp í veruleika kynjamisréttis. Unnið er með gagnvirkar æfingar og leitast við að byggja upp jákvæðra sjálfsmynd, færni í heilbrigðum samskiptum kynjanna og sálræna og tilfinningalega vellíðan. Þá er fjallað um notkun fíkniefna, kynferðismál og hvernig hægt er að stuðla að bjartri framtíð. Einnig er komið inn á málefni stúlkna í réttarvörslukerfinu. Námskeiðið byggir á námsefni dr. Stephanie Covington Voices: A Program of Self- Discovery and Empowerment for Girls.

Markmið:

  • Að hjálpa stúlkum/ungum konum að skilja stöðu sína og áhrif þess að vera kona í heimi þar sem kynjamisrétti er viðvarandi
  • Að styðja þátttakendur í úrvinnslu áfalla og beina þeim inn á braut vaxtar eftir áföll (ens. post-traumatic growth) með kynjasjónarmið að leiðarljósi
  • Að þátttakendur öðlist aukinn skilning á
    • Sjálfi
    • Samböndum
    • Heilbrigðu líferni (líkamlegu, tilfinningalegu, andlegu)
  • Framtíðarsýn

Hvenær

Frá 3. október 2019 til 5. mars 2020

Verð

100.000 kr.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guuðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.

Skipulag

Námskeiðið er alls í 18 skipti, hefst 3. október og lýkur 5. mars 2020, er haldið á fimmtudögum, kl. 13.15-14.45, í 90 mín. í senn, í húsnæði Vegvísis – ráðgjafar, Strandgötu 11, Hafnarfirði.

Dagsetningar á fimmtudögum kl. 13.14-14.45:

Tími Dagsetning
1 3. október
2 10. október
3 17. október
4 31. október
5 7. nóvember
6 14. nóvember
7 21. nóvember
8 28. nóvember
9 5. desember
9 9. janúar
11 16. janúar
12 23. janúar
13 30. janúar
14 6. febrúar
15 13. febrúar
16 20. febrúar
17 27. febrúar
18 5. mars

 

Hámarksfjöldi eru 10 þátttakendur.

Share This