Áföll – Leiðir til bata

Námskeiðinu er ætlað að hjálpa konum að vinna úr afleiðingum áfalla á líf þeirra. Athyglinni er beint að þeim áföllum sem konur eru í mestri hættu á að verða fyrir eins og kynferðisofbeldi í æsku, nauðgunum, ofbeldi í nánum samböndum og öðru ofbeldi á milli tengdra aðila. Kennd eru bjargráð sem nýtast við úrvinnslu áfalla almennt. Námskeiðið er kynjamiðað og byggt er á styrkleikum þátttakenda.

Námskeiðið er þróað af dr. Stephanie Covington og heitir á ensku Healing Trauma.

Fyrir hverjar

Námskeið er fyrir konur sem glíma við afleiðingar áfalla. Námskeiðið hentar sérstakleg vel konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Skráning fer fram hér!

Markmið

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti náð sér af afleiðingum áfalla, að þær finni fyrir þeim krafti sem býr innra með þeim og veiti hverri annarri m.a. stuðning til þess að létta á skömm og sektarkennd.

Aðferð

Námskeiðið skiptist í sex hluta:

  1. Konur boðnar velkomnar og hugtakið áfall skilgreint
  2. Vald og misnotkun
  3. Áfallaferlið og sjálfsumhyggja
  4. ACE-spurningalistinn og reiði
  5. Heilbrigð sambönd
  6. Ást, námskeiðslok og þátttökuviðurkenning

Hvenær

Námskeiðið hefst 21. september og því lýkur 28. september

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guuðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.

Skipulag

Námskeiðið er í 3 skipti í 4 tíma í senn og verður haldið í Bjarkarhlíð við Bústaðarveg. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér nesti. Boðið er upp á te og kaffi.

Helgarnámskeið

Laugardagur 21. september kl. 10.00-14.00 (1. og 2. hluti, 30 mínútna hlé á milli)

Sunnudagur 22. september kl. 10.00-14.00 (3. og 4. hluti, 30 mínútna hlé á milli)

Laugardagur 28. september kl. 10.00-14.00 (5. og 6. hluti, 30 mínútna hlé á milli)

Verð

30.000 kr.

Hámarksfjöldi eru 10 þátttakendur.

Þátttakendur eru hvattir til að sækja fundi í Rótarhópnum, á miðvikudögum kl. 19.15, að loknu námskeiðinu.

Share This