Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er á Hótel Natura, hinn 28. febrúar og 1. mars næstkomandi, í samvinnu Rótarinnar, Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum (RIKK), Alþjóðajafnréttisskólans og Jafnréttisstofu. Sjá nánar: https://conference.hi.is/genderandaddiction/ og á Facebook

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, opnar ráðstefnuna með ávarpi en fjöldi erlendra sérfræðinga tekur þátt í henni. Þar er fyrsta að telja Dr. Elizabeth Ettorre, prófessor emerítus í félagsfræði og félagsmálastefnu við Háskólann í Liverpool og Leverhulme Emeritus styrkþega, heiðursprófessor við Árósaháskóla og Háskólann í Plymouth á Bretlandi. Hún fjallar um konur, vímuefnaneyslu og samþættingu. Elizabeth hefur starfað við rannsóknir á vímuefnaneyslu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og er einn virtasti fræðimaður Evrópu á sínu sviði.

Dr. Nancy Poole kemur alla leið frá Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar er hún forstöðukona Centre of Excellence for Women’s Health og starfar einnig við Women’s Hospital and Health Centre. Nancy er virtur alþjóðlegur sérfræðingur með víðtæka reynslu af kynjaðri nálgun á heilsu og fíkn og fjallar hennar erindi um mikilvægi þess að hafa kyn, áföll og réttlæti í brennidepli þegar vímuefnastefna er mótuð. (more…)

Umræðukvöld um meistaranám í fíknifræðum við Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies

Umræðukvöld um meistaranám í fíknifræðum við Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies

Vagna, Guðrún og Gunný

Á næsta umræðukvöldi Rótarinnar, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20:-21:30, verða gestir okkar þær Guðrún Jóhannsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, betur þekkt sem Gunný, og Vagnbjörg Magnúsdóttir, kölluð Vagna. Þær hafa allar nýlokið námi í fíknifræðum við Hazelden Betty Ford Graduate School í Minnesota í Bandaríkjunum og ætla að segja okkur frá því sem þær urðu vísari.

Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies býður upp á nám í fíknifræðum á meistarastigi fyrir ráðgjafa og aðra sem starfa í fíknigeiranum. Námið er bæði akademískt og verklegt og munu Guðrún, Gunný og Vagna segja okkur frá því sem þeim fannst áhugaverðast í náminu og starfsnáminu á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni, upplifun þeirra af starfinu, einstaklingsmiðaðri meðferð og hvernig þær telja að þær geti nýtt þekkinguna sem þær öðluðust. Einnig fjalla þær um hvernig stofnunin meðhöndlar þá sem eru veikir af ópíumfíkn. (more…)

Umræðukvöld um átraskanir og fíkn

Umræðukvöld um átraskanir og fíkn

Helga Þórðardóttir

Á næsta umræðukvöldi Rótarinnar, miðvikudaginn 17. október kl. 20:-21:30, heldur gestur okkar Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi MA, fjölskyldufræðingur, kennari og handleiðari, erindi um átraskanir og fíkn.

Í erindinu fer Helga í helstu einkenni átraskana, orsakir og hliðarverkanir og hver áhrif sjúkdómsins eru á fjölskyldu þeirra sem veikjast og aðra nákomna, hvað sé í boði fyrir þau sem kljást við átröskun á Íslandi, hvernig þau komast í meðferð og hvort að einhver séu tengsl á milli átraskana og fíknisjúkdóma?

Helga lauk starfsréttindum í félagsráðgjöf í Svíþjóð auk þess sem hún hefur stundað nám í Hollandi, Bandaríkjunum auk náms hér á Íslandi. Hún hefur starfað, má segja, á í velferðarkerfinu, heilbrigðis- og félagslega kerfinu, og skólakerfinu en starfar nú í átröskunarteymi á geðdeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss ásamt því að vera sjálfstætt starfandi. Einnig er Helga kennslustjóri og handleiðari í MA-námi í fjölskyldumeðferð í Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. (more…)

Aðalfundur 2018

Aðalfundur 2018

Fráfarandi ráð Rótarinnar : Árdís Þórðardóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

22. apríl 2018

Aðalfundur Rótarinnar verður haldinn miðvikudaginn 2. maí kl. 20 í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga.

Við hvetjum áhugasaman félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð með því að senda póst á netfangið rotin@rotin.is. Frekari upplýsingar fást hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í sama netfangi eða í síma 893-9327.

Erindi aðalfundar verður í höndum Katrínar G. Alfreðsdóttur sem ætlar að kynna hópa fyrir konur með fíknivanda sem hefja göngu næsta haust. Katrín er félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur. (more…)

Áfallamiðað jóga

Áfallamiðað jóga

Margrét Gunnarsdóttir, jógakennari, sjúkraþjálfari og sálmeðferðarfræðingur MSc

Rótin styður félaga á lokað námskeið í áfallamiðuðu jóga. Námskeiðið hentar þeim sem hafið hafa bataferli vegna fíknar og eru með áfallasögu.

Áfallamiðað jóga hentar einstaklingum sem hafa upplifað áföll og lifa með afleiðingum þess. ÁMJ er ætlað einstaklingum sem hafa orðið fyrir flóknum áföllum og er sérstaklega þróað með þá í huga. Flókin áföll (e. complex trauma) hafa djúpstæð áhrif og tengjast erfiðri reynslu, samskiptum og aðstæðum, ekki síst þeim sem gerðust í æsku.

Áföll geta haft mikil áhrif á líkamlega líðan, upplifun á eigin líkama og tengingu við hann. Helstu áhersluþættir í ÁMJ er að einstaklingur upplifi að hann hafi sjálfur stjórn, hafi raunverulegt val og tengist líkama sínum í öruggu umhverfi. Hugað er að þessum þáttum með því að gefa þátttakendum möguleika á að beina athygli að innri skynjun, að velja og ákveða fyrir sig, finna eigin mörk og vera hér og nú. Farið er rólega í æfingar og þær gerðar á forsendum hvers og eins. ÁMJ getur hentað sem stuðningur samhliða áfallameðferð hjá fagaðila.

Áfallamiðað jóga hefur verið í þróun hjá Trauma Center í Boston frá 2003 og byggir á rannsóknum og nýjustu þekkingu í áfallafræðum og taugavísindum. Upplýsingar um ÁMJ – (e. Trauma-sensitive yoga) – er meðal annars að finna á eftirfarandi vefsíðum: www.traumasensitiveyoga.com og http://www.traumacenter.org/clients/yoga_svcs.php. (more…)

Konur, áföll og fíkn. Betri stefnumótun, gæðaeftirlit og úrræði

Konur, áföll og fíkn. Betri stefnumótun, gæðaeftirlit og úrræði

Rótin býður frambjóðendum á umræðukvöld hinn 18. október kl. 20-21.30 í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík.
Mikil umræða hefur verið um málefni fólks með fíknivanda undanfarin misseri með fullri þátttöku Rótarinnar sem staðið hefur að fjölda umræðukvölda, haldið málþing og ráðstefnu, sent erindi til stjórnvalda, skrifað greinar og haldið uppi umræðum á samfélagsmiðlum, í gegnum síðu sína á Facebook: https://www.facebook.com/rotin.felag/, síðan félagið var stofnað 8. mars 2013.
Rótin hefur frá stofnun gagnrýnt að ekki sé tekið heildstætt á vanda kvenna sem leita sér meðferðar vegna fíknivanda. Þetta er sérstaklega bagalegt þegar litið er til þess hversu stór hluti þeirra glímir við afleiðingar áfalla og ofbeldis. Félagið hefur lagt áherslu á gæði og öryggi meðferðar og kynjaskipting bætir hvort tveggja. Nú hefur Embætti landlæknis gert hlutaúttekt á meðferð barna og kvenna hjá SÁÁ og fyrir liggur að öryggi notenda þjónustunnar er ekki tryggt innan meðferðarstofna, eins og ótal dæmi og vitnisburðir sanna. Slíkt ástand er óviðunandi og krefst tafarlausra aðgerða.
Rótin sendi af því tilefni greinargerð til heilbrigðisráðherra um stefnumótum og meðferð er varðar konur og fíkn með tillögum um aðgerðir til að bæta stöðuna.

(more…)