by Rótin félag um málefni kvenna | 6.02.2023 | Viðburður
Helena Bragadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, kynnir lokaverkefni sitt í heilbrigðisvísindum á umræðukvöldi hinn 21. febrúar, athugið viðburðinum hefur verið frestað um viku frá því sem upphaflega var áætlað.
Tilgangur rannsóknar Helenu var að skoða reynslu kvenna með fíknivanda af námskeiðinu „Núvitund sem bakslagsvörn“, eða MPRP (e. Mindfulness based relapse prevention) sem er sniðin að einstaklingum með fíknivanda og skoða hvort það gagnist sem bakslagsvörn eða við einkennum geðraskana.
Helena lauk nýverið meistaraprófi (MSc) í heilbrigðisvísindum. Hún hefur langa reynslu af störfum með fólki með vímuefnavanda, m.a. á fíknigeðdeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss (LSH), en í dag er hún teymisstjóri geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
Umræðukvöld Rótarinnar eru öllum opin, boðið er upp á te og kaffi sem er fjármagnað með samskotum. Munið eftir klinkinu eða leggið inn á reikning Rótarinnar:
Kt. 500513-0470, bankanr. 0101-26-011472.
Viðburðurinn er á Facebook!
Staður: Kvennaheimilið, Hallveigarstöðum, Túngötu 14.
Umræðukvöld Rótarinnar eru haldin tvisvar til þrisvar að vori og hausti. Næsta umræðukvöld verður haldið 7. mars en þá kynnir Kolbrún Kolbeinsdóttir, kynjafræðingur, fyrir okkur rannsókn sína á konum í Konukoti „„Eini staðurinn í samfélaginu þar sem ekki er horft niður á þig“: Reynsla kvenna af Konukoti.“
Ef þið vitið af áhugaverðum umræðuefnum og erindum, sendið okkur endilega línu á rotin@rotin.is.
by Rótin félag um málefni kvenna | 1.11.2022 | Viðburður
Rótin býður til umræðukvölds um reynslu kvenna sem voru vistaðar í Varpholti og á Laugalandi á tímabilinu 1997-2007, mánudaginn 14. nóvember kl. 17:30-19:00
Nýlega gaf Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála út greinargerð um starfsemi meðferðarheimilisins í Varpholti og á Laugalandi. Á umræðukvöldinu verður fjallað um greinargerðina og reynslu kvenanna af veru á meðferðarheimilinu út frá þeirra eigin upplifun, reynslu og þekkingu.
Þær Gígja Skúladóttir og Íris Ósk Friðriksdóttir sem báðar voru vistaðar í Varpholti halda erindi ásamt Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, sem leiddi vinnu starfshóps um meðferð stúlkna með áhættuhegðun, meðferðarheimilið að Laugalandi, með samningi við Barnaverndarstofu
Dagskráin verður sem hér segir:
• Meðferð stúlkna með áhættuhegðun – Kristín I. Pálsdóttir
• Hugleiðing um greinargerð GEV – Gígja Skúladóttir
• Mín reynsla – Íris Ósk Friðriksdóttir
• Almennar umræður
Rótin tekur nú aftur upp umræðukvöldin sem lögðust niður á Covid-tímanum. Ef þið vitið af áhugaverðum umræðuefnum og erindum, sendið okkur endilega línu á rotin@rotin.is.
Umræðukvöld Rótarinnar eru öllum opin, boðið er upp á te og kaffi sem er fjármagnað með samskotum. Munið eftir klinkinu eða leggið inn á reikning Rótarinnar:
Kt. 500513-0470, bankanr. 0101 -26-011472.
Viðburðurinn er á Facebook!
Umræðukvöldið er haldið í Kvennaheimilinu, Hallveigarstöðum, Túngötu 14.
by Rótin félag um málefni kvenna | 23.05.2022 | Fréttatilkynning, Viðburður
Eftir aðalfund Rótarinnar, 30. maí, heldur dr. Lance Dodes erindið Hvað er fíkn? Erindið hefst kl. 19:00 og er flutt í gegnum fjarfundarbúnað. eftir erindið verða umræður þar sem dr. Dodes svarar spurningum úr sal..
Fyrirlesturinn er öllum opinn og gjaldfrjáls og er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík eins og aðalfundurinn.
Dr. Lance Dodes er geðlæknir og sálgreinandi sem stjórnaði rannsóknum við Boston Psychoanalytic Society and Institute, var dósent í klínískum geðlækningum við Harvard Medical School og starfaði við New Center for Psychoanalysis, Los Angeles. Hann var forstöðumaður fíknimeðferðardeildar McLean-spítala, sem er hluti af Harvard-háskóla, forstöðumaður áfengismeðferðardeildar við Spaulding Rehabilitation Hospital (sem nú er hluti af Massachusetts General Hospital) og forstöðumaður Boston Center for Problem Gambling. Hann hefur skrifað fjölda greina um vímuefnavanda og fíknihegðun og er höfundur bókanna The Heart of Addiction (HarperCollins, 2002), Breaking Addiction: A 7-Step Handbook for Ending Any Addiction (HarperColliins, 2011) og The Sober Truth: Debunking the Bad Science Behind 12-Step Programs and the Rehab Industry. Sjá nánar á vef dr. Dodes. Greinin Hættuleg taugalíffræðiþráhyggja er aðgengileg í íslenskri þýðingu á vef Rótarinnar.
Í erindinu fjallar dr. Dodes um kenningar sínar um fíkn en hann hefur þróað eigin aðferðir til að vinna með fólki með fíknivanda. Hann telur að fíknihegðun hafi lengi verið misskilda, bæði í menningunni og í meðferðarstarfi. Fíknihvatar séu næstum alltaf viðbragð við tilfinningaálagi. Sambandsslit, ótti við átök, uppgjöf, niðurlæging, sorg og aðrir sálfræðilega mikilvægir þættir hafa allir forspárgildi fyrir fíknihegðun hjá fólki. Þess vegna sé best að skilja fíkn og meðhöndla hana með aðferðum sálgreiningar.
Erindið er aðgengilegt á Youtube.
by Rótin félag um málefni kvenna | 7.05.2022 | Fréttatilkynning, Viðburður
Tilkynning um aðalfund Rótarinnar 2022
Aðalfundur félagsins verður haldinn 30. maí kl.17.30 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Fundarstjóri er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Að loknum aðalfundarstörfum heldur dr. Lance Dodes erindið Hvað er fíkn?, í gegnum fjarfundarbúnað, og svarar spurningum úr sal.
Ársskýrsla ráðsins er aðgengileg í PDF-skjali hér.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga. Athygli er vakin á tillögum um lagabreytingar sem fylgja fundarboðinu en tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund.
Við hvetjum áhugasamar félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð með því að senda póst á netfangið rotin@rotin.is. Frekari upplýsingar fást hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í sama netfangi eða í síma 793-0090.
Dagskrá aðalfundur:
- Fundur settur.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
- Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
- Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
- Kosning á skoðunaraðila reikninga.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Lagabreytingar
- Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
- Önnur mál.
Viðburðurinn er á Facebook!
Tillögur um lagabreytingar
Ráð félagsins leggur fram eftirfarandi tillögur um lagabreytingar.
Lögin í heild sinni er að finna á vef félagsins: https://www.rotin.is/um-rotina/.
Tillaga um breytingu á 4. gr.
Núgildandi grein:
Framlög til félagsins eru öllum frjáls. Heimilt er að leggja fram stuðning og styrki til samtakanna í öðru formi en peningum og skal þess þá sérstaklega getið. Félaginu er heimilt en ekki skylt að taka við fjárframlögum, gjöfum, styrkjum eða stuðningi sem bundin er kvöðum.
Ákvörðun um móttöku skv. ákvæði þessu skal tekin af talskonu ráðsins en hann getur jafnframt ákveðið að eigin frumkvæði að fela ráði samtakanna að taka ákvörðun um móttöku í einstaka tilvikum.
Verði svona (án leturbreytinga):
Framlög til félagsins eru öllum frjáls. Heimilt er að leggja fram stuðning og styrki til samtakanna í öðru formi en peningum og skal þess þá sérstaklega getið. Félaginu er heimilt en ekki skylt að taka við fjárframlögum, gjöfum, styrkjum eða stuðningi sem bundin er kvöðum.
Ákvörðun um móttöku skv. ákvæði þessu skal tekin af talskonu ráðsins en hún getur jafnframt ákveðið að eigin frumkvæði að fela ráði samtakanna að taka ákvörðun um móttöku í einstaka tilvikum.
Tillaga um breytingu á 6. gr.
Núgildandi grein:
Á aðalfundi er samþykkt starfsáætlun til eins árs. Á aðalfundi skulu kosnir níu félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráð félagsins. Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallarmarkmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins. Ráðið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Skipaðar skulu talskona, ritari og gjaldkeri félagsins. Talskona, ritari, gjaldkeri og/eða starfskona mynda framkvæmdaráð ráðsins. Ráð Rótarinnar samþykkir verkefni og umboð framkvæmdaráðsins. Ráðið skal funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári eða oftar ef þurfa þykir. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi;
- Fundur settur.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
- Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
- Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
- Kosning á skoðunaraðila reikninga.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Lagabreytingar
- Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
- Önnur mál.
Verði svona (án leturbreytinga):
Á aðalfundi er samþykkt starfsáætlun til eins árs. Á aðalfundi skulu kosnir fimm félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir tveir varafulltrúar í ráð félagsins. Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallar-markmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins. Ráðið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Skipaðar skulu talskona, ritari og gjaldkeri félagsins. Ráð Rótarinnar skal funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári eða oftar ef þurfa þykir. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi;
- Fundur settur.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
- Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
- Lagabreytingar
- Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
- Kosning á skoðunaraðila reikninga.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
- Önnur mál.
Hvað er fíkn? – Erindi Dr. Lance Dodes kl. 19.00
Eftir hefðbundin aðalfundarstörf heldur dr. Lance Dodes erindið Hvað er fíkn? í gegnum fjarfundabúnað og hefst það kl. 19.00. Að loknu erindi svarar hann spurningum úr sal.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og gjaldfrjáls.
Dr. Dodes fjallar um kenningar sínar um fíkn en hann hefur þróað eigin aðferðir til að vinna með fólki með fíknivanda. Hann telur að fíknihegðun hafi lengi verið misskilin, bæði í menningunni og í meðferðarstarfi. Fíknihvatar séu næstum alltaf viðbragð við tilfinningaálagi. Sambandsslit, ótti við átök, uppgjöf, niðurlæging, sorg og aðrir sálfræðilega mikilvægir þættir hafa allir forspárgildi fyrir fíknihegðun hjá fólki. Þess vegna sé best að skilja fíkn og meðhöndla hana með aðferðum sálgreiningar.
Dr. Lance Dodes er geðlæknir og sálgreinandi sem stjórnaði rannsóknum við Boston Psychoanalytic Society and Institute og var dósent í klínískum geðlækningum við Harvard Medical School. Hann starfar nú við New Center for Psychoanalysis (Los Angeles). Hann var forstöðumaður fíknimeðferðardeildar McLean spítala, sem er hluti af Harvard-háskóla, forstöðumaður áfengismeðferðardeildar við Spaulding Rehabilitation Hospital (sem nú er hluti af Massachusetts General Hospital) og forstöðumaður Boston Center for Problem Gambling. Hann hefur skrifað fjölda greina um vímuefnavanda og fíknihegðun og er höfundur bókanna The Heart of Addiction (HarperCollins, 2002), Breaking Addiction: A 7-Step Handbook for Ending Any Addiction (HarperColliins, 2011) og The Sober Truth: Debunking the Bad Science Behind 12-Step Programs and the Rehab Industry.

by Rótin félag um málefni kvenna | 25.11.2021 | Námskeið, Viðburður
Miðvikudaginn 24. nóvember hittist fagfólk í vímuefnameðferð og starfsfólk í úrræðum fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum í vinnustofu MARISSA-verkefnisins sem er tveggja ára samstarfsverkefni Grikkja, Eista og Íslendinga. Markmið þess er að styðja fagfólk sem vinnur með þolendum ofbeldis annars vegar og fagfólki sem vinnur með fólki sem glímir við vímuefnavanda hins vegar.
Markmiðið með vinnustofunni, sem haldinn var að Hallveigarstöðum, var að fá speglun frá fagfólki um notkun handbókar sem er lokaafurð verkefnisins og verður gefin út á íslensku á næsta ári og gerð aðgengileg á netinu. Handbókin heitir á ensku: Training Manual on Supporting Women Dealing with Co-occurring Victimization of Intimate Partner Violence and Problematic Substance Use: A Guide for Facilitators.
Leiðbeinendur í vinnustofunni voru Guðrún Sif Friðriksdóttir, verkefnisstjóri hjá RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fræðslustjóri Rótarinnar og Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar.
(more…)
by Rótin félag um málefni kvenna | 22.05.2021 | Fréttatilkynning, Viðburður
Aðalfundur Rótarinnar 2021 verður haldinn 2. júní kl. 20:00, í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga. Athygli er vakin á tillögum um lagabreytingar sem fylgja fundarboðinu en tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund.
Við hvetjum áhugasamar félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð með því að senda póst á netfangið rotin@rotin.is. Frekari upplýsingar hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í sama netfangi eða í síma 793-0090.
Dagskrá aðalfundur:
Fundur settur.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
Ákvörðun félagsgjalda.
Lagabreytingar
Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
Kosning á skoðunaraðila reikninga.
Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
Önnur mál.
Tillögur um lagabreytingar skulu berast eigi síðar en 27. maí 2021.
TILLÖGUR UM LAGABREYTINGAR
Nafn félagsins – Tillaga um breytingu á 1. gr:
Núgildandi grein:
Félagið heitir Rótin – félag um konur, áföll og vímugjafa. Lögheimili og varnarþing þess eru í Reykjavík.
Verði svona:
Félagið heitir Rótin – félag um velferð og lífsgæði kvenna. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík.
Markmið félagsins – Tillaga um breytingu á 2. gr.
Núgildandi grein:
Markmið Rótarinnar eru að halda uppi umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og beita sér fyrir faglegri stefnumótun í málaflokknum. Félagið vill stuðla að því að konum standi til boða áfalla- og kynjamiðuð þjónusta og að komið sé á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið vill beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða, og stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Ennfremur að afla þekkingar, halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra, og efla umræður um fíknitengd málefni sem snerta konur sérstaklega.
Verði svona:
Markmið Rótarinnar er:
- Að vera málsvari kvenna sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og að beita sér fyrir aukinni velferð og lífsgæðum þeirra.
- Að beita sér fyrir faglegri stefnumótun um skaðaminnkun, mannréttindi, samkenndarmiðaða nálgun og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu.
- Að stuðla að rannsóknum og beita sér fyrir öflun þekkingar, upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða.
- Að efla samstarf á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila og afla þekkingar, halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra.
- Að reka Konukot sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.
Ráð félagsins – Tillaga um breytingu á 6. gr.:
Núgildandi grein:
Á aðalfundi er samþykkt starfsáætlun til eins árs. Á aðalfundi skulu kosnir níu félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráð félagsins. Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallarmarkmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins. Ráðið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Skipaður skal ritari og gjaldkeri félagsins. Ráðið skal funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári eða oftar ef þurfa þykir. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi;
- Fundur settur.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
- Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
- Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð
- Kosning á skoðunaraðila reikninga.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Lagabreytingar
- Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
- Önnur mál.
Verði svona:
Á aðalfundi er samþykkt starfsáætlun til eins árs. Á aðalfundi skulu kosnir níu félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráð félagsins. Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallarmarkmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins. Ráðið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Skipaðar skulu talskona, ritari og gjaldkeri félagsins. Talskona, ritari, gjaldkeri og/eða starfskona mynda framkvæmdaráð ráðsins. Ráð Rótarinnar samþykkir verkefni og umboð framkvæmdaráðsins. Ráð Rótarinnar skipar þrjár konur í framkvæmdahóp/ráð Konukots, tvær komi úr ráðinu en þriðja sé fagaðili sem ekki situr í ráðinu. Ráð Rótarinnar skal funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári eða oftar ef þurfa þykir. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi;
- Fundur settur
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár
- Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá
- Kosning á skoðunaraðila reikninga
- Ákvörðun félagsgjalda
- Lagabreytingar
- Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð
- Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár
- Önnur mál
Reikningsár og félagsgjöld – Tillaga um breytingu á 7. gr.:
Núgildandi grein:
7.gr.
Reikningsár félagsins er 1. maí til 30. apríl. Á aðalfundi skal kjósa einn skoðunaraðila reikninga. Ráð félagsins leggur fram tillögu um félagsgjöld á aðalfundi félagsins.
Verði svona:
Reikningsár félagsins er 1. janúar til 31. desember. Á aðalfundi skal kjósa einn skoðunaraðila reikninga. Ráð félagsins tekur ákvörðun um hvort leggja skuli fram tillögu um félagsgjöld á aðalfundi félagsins, valfrjáls eða ekki.