
Fyrsta úthlutun úr fræðslusjóði Rótarinnar
Úthlutað var úr fræðslusjóði Rótarinnar í fyrsta sinn í dag, 31. október 2017, og voru veittir þrír 100.000 kr. styrkir til meistaranema til ritunar lokaverkefna.
Í valnefnd sjóðsins sitja Kristínu I. Pálsdóttur, talskona Rótarinnar og Margréti Valdimarsdóttur, ritari Rótarinnar ásamt Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni sjóðsstjórnarinnar, sem afhenti viðurkenningarnar í dag.
Styrkþegarnir eru allar nemar, annars vegar í Háskóla Íslands og hins vegar í Háskólanum í Reykjavík, og stefna á útskrift vorið 2018. Þessir fyrstu styrkþegar fræðslusjóðsins eru:
- Lovísa María Emilsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Verkefni hennar fjallar um Konukot, neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur út frá sjónarhóli félagsráðgjafa.
- Margrét Lára Viðarsdóttir, nemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Verkefni hennar fjallar um spilafíkn og -vanda kvenna á meðal körfu- og handboltaiðkenda á Íslandi.
- Valgerður Jónsdóttir, nemi í kynjafræði við Háskóla Íslands. Fjallar verkefni hennar um konur með tvígreiningar, það er að segja konur sem bæði glíma við fíknivanda og geðsjúkdóm.