Áföll – leiðir til bata er námskeið fyrir konur á vegum Rótarinnar sem haldið verður í samstarfi við Vörðuna í apríl 2021. Á námskeiðinu er athyglinni beint að þeim áföllum sem konur eru í mestri hættu á að verða fyrir eins og kynferðisofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum og öðru ofbeldi á milli tengdra aðila. Námskeiðið er kynjamiðað og byggt er á styrkleikanálgun. Þátttaka í námskeiðinu styður konur í að vinna úr afleiðingum áfalla. Kennd eru bjargráð sem nýtast við úrvinnslu áfalla almennt. Þátttakendur fá veglegt verkefnahefti.

Námskeiðið er þróað af dr. Stephanie Covington og heitir á ensku Healing Trauma. Hún hefur verið leiðandi í þekkingu á áfalla- og kynjamiðaðri nálgun fólks með vímuefnavanda og áfalla-sögu. Hún hefur samið mikið af gagnreyndu meðferðarefni fyrir konur sem er á skrá bandarísku alríkisstofnunarinnar SAMHSA (Substance Abuse and Mental Health Services Administration) yfir gagnreynt meðferðarefni (National registry of evidence-based programs and practices).

Fyrir hverjar?
Námskeið er fyrir konur sem glíma við afleiðingar áfalla. Námskeiðið hentar sérstakleg vel konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti náð sér af afleiðingum áfalla, að þær finni fyrir þeim krafti sem býr innra með þeim og veiti hverri annarri stuðning til þess að létta á skömm og sektarkennd.

Efnisþættir
Á námskeiðinu er fjallað um vald og valdbeitingu, áfallaferlið, sjálfsumhyggju, ACE-spurningalistann, reiði og heilbrigð sambönd.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Guðrún Ebba Ólafsdóttir auk Gunnýjar og Vagnbjargar Magnúsdætra. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir.

Skráning og þátttökugjald
Skráning fer fram á síðu Rótarinnar og lýkur 31. mars 2021. Hámarksfjöldi er 10 þátttakendur. Verð: 18.950 kr. Krækja á skráningarsíðu er hér.

Skipulag
Námskeiðið er í 6 skipti, mánudaga og miðvikudaga, kl. 16:00-17:30, í Vörðunni, Borgartúni 28.

  • Vika 1 – 12. og 14. apríl
  • Vika 2 – 19. og 21. apríl
  • Vika 3 – 26. og 28. apríl
Share This