Fráfarandi ráð Rótarinnar : Árdís Þórðardóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

22. apríl 2018

Aðalfundur Rótarinnar verður haldinn miðvikudaginn 2. maí kl. 20 í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga.

Við hvetjum áhugasaman félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð með því að senda póst á netfangið rotin@rotin.is. Frekari upplýsingar fást hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í sama netfangi eða í síma 893-9327.

Erindi aðalfundar verður í höndum Katrínar G. Alfreðsdóttur sem ætlar að kynna hópa fyrir konur með fíknivanda sem hefja göngu næsta haust. Katrín er félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur.

Dagskrá aðalfundur:

 1. Fundur settur
 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár
 4. Reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir
 5. Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð
 6. Kosning á skoðunaraðila reikninga
 7. Ákvörðun félagsgjalda
 8. Lagabreytingar
 9. Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár
 10. Önnur mál
 11. Fundarslit

Tillögur um lagabreytingar skulu berast eigi síðar en 27. apríl 2016.

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook!

Tillögur að lagabreytingum

Miðvikudaginn 2. maí kl. 20 verður aðalfundur Rótarinnar í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Eftirfarandi tillögur um breytingar á lögum félagsins hafa borist:
2. gr. verður svona:
“Markmið Rótarinnar eru að halda uppi umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og beita sér fyrir faglegri stefnumótun í málaflokknum. Félagið vill stuðla að því að konum standi til boða áfalla- og kynjamiðuð þjónusta og að í meðferð vegna fíknivanda séu tryggð almenn mannréttindi og mannhelgi og sú fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem á hverjum tíma er völ á að veitaEnnfremur að komið sé á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið vill beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða og stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Ennfremur að halda fyrirlestra, ráðstefnur, námskeið og standa fyrir hópastarfi, eitt eða í samráði við aðra, og efla umræður um fíknitengd málefni sem snerta konur sérstaklega.”

2. gr. er nú svona:
“Markmið Rótarinnar eru að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið vill að komið sé á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið vill beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjanda gagna um þessi málefni konum til góða, og stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Ennfremur að afla þekkingar, halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við önnur félög, og efla umræður um fíknitengd málefni sem snerta konur sérstaklega.”

Share This