Þriðjudaginn 9. apríl kl. 20 – 21.30 verður kynning á námskeiðinu Þú ert ekki ein, við erum margar en námskeiðið er fyrir konur sem hafa upplifað fjölskylduslit eftir að hafa sagt frá ofbeldi sem átt hefur sér stað í skjóli fjölskyldu, hvort heldur er sifjaspell, kynferðisofbeldi, líkamlegt eða andlegt ofbeldi. Sjá nánar um námskeiðið hér.

Dagkrá kynningarfundarins

  1. Fræðilegur hluti námskeiðsins. Katrín G. Alfreðsdóttir, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og ProfCert í í konum og vímuefnavanda
  2. Skömm sem afleiðing og fyrirgefning sem stjórntæki. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði
  3. „Hélt ég væri ein.“ Guðrún Ebba Ólafsdóttir, kennari með diplóma í starfstengdri leiðsögn
  4. Umræður. Kristín I. Pálsdóttir, ProfCert í konum og vímuefnavanda, stýrir

Umræðukvöld Rótarinnar eru öllum opin, boðið er upp á te og kaffi sem er fjármagnað með samskotum. Munið eftir klinkinu eða leggið inn á reikning Rótarinnar: Kt. 500513-0470, bankanr. 0101 -26-011472.

Viðburðurinn er á Facebook!

Fundurinn verður haldinn í Bjarkarhlíð, við Bústaðaveg, 108 Reykjavík.

Share This