Lög félagsins

1.gr.

Félagið heitir Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Lögheimili og varnarþing þess eru í Reykjavík.

2.gr.

Markmið Rótarinnar eru að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið vill að komið sé á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið vill beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjanda gagna um þessi málefni konum til góða, og stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Ennfremur að afla þekkingar, halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við önnur félög, og efla umræður um fíknitengd málefni sem snerta konur sérstaklega.

3.gr.

Félagið er opið öllum konum sem aðhyllast markmið félagsins. Félagsgjald skal greiðast árlega að upphæð XXXX – Breytingar á því skal taka upp á aðalfundi ár hvert.

4.gr.

Framlög til félagsins er öllum frjáls. Heimilt er að leggja fram stuðning og styrki til samtakanna í öðru formi en peningum og skal þess þá sérstaklega getið. Félaginu er heimilt en ekki skylt að taka við fjárframlögum, gjöfum, styrkjum eða stuðningi sem bundin er kvöðum.

Ákvörðun um móttöku skv. ákvæði þessu skal tekin af formanni stjórnar en hann getur jafnframt ákveðið að eigin frumkvæði að fela stjórn samtakanna að taka ákvörðun um móttöku í einstaka tilvikum.

5.gr.

Aðalfundur félagsins skal haldinn vor hvert. Allir félagar sem skráðir hafa verið að lágmarki fimm daga í félagið (og greitt hafa félagsgjald) hafa rétt til setu og atkvæðisrétt á fundi.  Aðalfundur telst löglega boðaður ef fundarboð er sent með tölvupósti á félaga með a.m.k. tíu daga fyrirvara.

6.gr.

Á aðalfundi er samþykkt starfsáætlun til eins árs. Á aðalfundi skulu kosnir níu félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráð félagsins. Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallarmarkmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins. Ráðið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Skipaður skal ritari og gjaldkeri félagsins. Ráðið skal funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári eða oftar ef þurfa þykir. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi;

  1. Fundur settur.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir.
  5. Lagabreytingar.
  6. Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
  7. Kosning á skoðunaraðila reikninga.
  8. Ákvörðun félagsgjalda.
  9. Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
  10. Önnur mál.
  11. Fundarslit.

7.gr.

Reikningsár félagsins er 1.maí til 30.apríl. Á aðalfundi skal kjósa einn skoðunarmann reikninga. Ráð félagsins leggur fram tillögu um félagsgjöld á aðalfundi félagsins.

8.gr.

Tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k fimm daga fyrir aðalfund. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Lagabreytingarnar teljast samþykktar ef 2/3 hluti félaga sem sækja aðalfund samþykkja breytingarnar.

9.gr.

Rótinni má slíta með ákvörðun 2/3 hluta skuldlausra félaga á aðalfundi eða félagsfundi. Náist ekki tilskilin félagafjöldi á aðalfundi/félagsfundi má halda framhaldsfund og þarf þá 2/3 hluti fundaraðila að samþykkja slit til að félaginu teljist slitið. Við slit félagsins skulu eignir, ef einhverja eru, renna til styrktar meðferðastarfs fyrir konur.

Konukot

Markaður Konukots

Archives

Share This