20. september 2015

 

Rótin hefur sent eftirfarandi erindi til SÁÁ þar sem óskað er eftir tölfræðilegum upplýsingum um afbrotasögu skjólstæðinga þeirra.

Góðan dag.

Í glærusýningu Rafns M. Jónssonar verkefnisstjóra í áfengis- og vímuvörnum hjá Embætti landlæknis, sem finna má á vef Náum áttum og ber titilinn H2O, (http://www.naumattum.is/page/n8_fundur_17okt_2012) koma fram upplýsingar um að 32% þeirra sem komu á Vog árið 2008 hafi hlotið dóm og að 14% innlagðra segist hafa framið afbrot síðustu 30 daga. Sjá mynd af glæru Rafns:

1210_RafnJonsson_AfbrotVogur

Rafn vísar í meistararitgerð Ara Matthíassonar frá árinu 2010 „Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu“ (http://saa.is/wp-content/uploads/2015/03/ritgerd-ara-matthiassonar.pdf). Í ritgerð Ara kemur svo fram nánari greining á þessum upplýsingum sem fengnar eru úr ASI-viðtölum á Vogi og að þrír af innlögðum á Vog árið 2008 hafi verið handteknir og ákærðir fyrir morð og tíu fyrir nauðgun. Sjá mynd af upplýsingunum í ritgerðinni.

Afbrotamenn

Við óskum eftir kyngreindum upplýsingum um afbrotahegðun sjúklinga á Vogi, lagalegri stöðu, handteknum og ákærðum, frá árinu 2009 til 2014 í samræmi við 3. og 5. grein upplýsingalaga.

Við minnum einnig á 17. gr. upplýsingalaga um málshraða.

Með kveðju,

Kristín I. Pálsdóttir , talskona Rótarinnar

Yfirlit yfir aðgerðir Rótarinnar til að vekja athygli á öryggismálun í meðferð má lesa hér: https://www.rotin.is/oryggi-kvenna-i-medferd-yfirlit/. 

Share This