Stofnun fræðslusjóðs Rótarinnar

„Konur í römmum“ eftir Kristínu Blöndal
„Konur í römmum“ eftir Kristínu Blöndal

Fimmtudaginn 26. mars kl. 20 verður Fræðslusjóður Rótarinnar stofnaður að Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum. Stofnun sjóðsins er möguleg vegna stofnframlaga þeirra sem vilja halda nafni Önnu Kristínar Ólafsdóttur stjórnsýslufræðings á lofti og hafa staðið að söfnun í sjóðinn. Anna Kristín lést aðeins 49 ára gömul vorið 2013. Hún var kvenfrelsiskona og alla tíð baráttukona fyrir bættri stöðu kvenna og barna.

Fræðslusjóði Rótarinnar er ætlað, í samræmi við markmið félagsins, að kosta rannsóknir viðurkenndra aðila á viðfangsefnum sem snerta konur, fíkn og áföll og að nýtast til fræðslustarfs og ráðstefnuhalds.

Öllum er velkomið að styrkja stofnun Fræðslusjóðs Rótarinnar með stofnframlagi í minningu Önnu Kristínar. Framlög má leggja inn á bankareikning Rótarinnar:
Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda 

Kt. 500513-0470

Bankareikningur 0101-26-011472

Vinsamlegast merkið greiðsluna: „Stofnframlag í fræðslusjóð“.

Söfnun stofnframlaga lýkur 1. júní.

Á fundinum mun Þórunn Sveinbjarnardóttir hvatamanneskja að stofnun sjóðsins halda erindi og Kristín I. Pálsdóttir talskona Rótarinnar flytur erindi um tilurð og markmið Rótarinnar.

Stofnfundurinn er öllum opinn!

Sorry, comments are closed for this post.

Share This