Stefnumotun

Þorgerður Ragnarsdóttir verður fyrsti gestur haustsins á umræðukvöldi Rótarinnar miðvikudaginn 10. september. Hún ætlar að fjalla um lokaritgerð sína í opinberri stjórnsýslu um mótun hins opinbera á heildarstefnu uppbyggingar og reksturs meðferðarstofnana. Hvernig er slík stefna mótuð og hvaða sjónarmið og hagsmunir ráða ferðinni?

Þorgerður er hjúkrunarfræðingur að mennt en hefur einnig MA-próf í fjölmiðlafræði og opinberri stjórnsýslu. Hún hefur víða komið að þar sem áfengis- og vímuefnamál eru til umfjöllunar í stjórnsýslunni og var t.d. framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnarráðs frá stofnun þess 1999 og starfsmaður nefndar á vegum heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem lögð var fyrir Alþingi 2005. (http://www.velferdarraduneyti.is/media/Skyrslur/S131…08-vimuefna-skyr.pdf).

Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík annan miðvikudag mánaðar kl. 20.

Þorgerður Ragnarsdóttir

Þorgerður Ragnarsdóttir

Viðburðurinn er á Facebook.
Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Share This