21. febrúar 2016

Rótin hefur sent erindi til Neyðarlínunnar vegna frétta af því að kona hafi verið hætt komin í vikunni eftir að alvarlegt viðbragðaleysi við neyðarkalli hennar:

“Sæll Þórhallur.

Í vikunni bárust af því fréttir að alvarleg mistök hjá Neyðarlínunni hafi orðið þess valdandi að kona varð næstum úti.

Það vakti athygli okkar Rótarkvenna að í fréttum af atburðinum virðist sem að samhengi hafi verið á milli þess að konan hafi verið búin að neyta áfengis og því að erindinu hafi verið framvísað til lögreglu.

Því óskum við svara hjá Neyðarlínunni um hvort að þetta er rétt skilið hjá okkur. Er neyðarhringingum frá fólki sem hefur neytt áfengis ávallt framvísað til lögreglu? Er fjallað um þetta í verklagsreglum starfsfólks neyðarlínunnar? Gætum við fengið afrit af verklagsreglunum. Hver var ástæða þess að lögregla svaraði ekki kalli konunnar?

Virðingarfyllst, f.h. Rótarinnar,

Kristín I. Pálsdóttir, talskona”

Hér má sjá erindið í PDF-skjali.

 

Viðbót 22. febrúar:

Svar barst frá Þórhalli að morgni 22. febrúar og er það svohljóðandi:

„Sæl Kristín nei það er ekkert samheingi þar á milli – stundum er sendur sjúkrabíll, stundum er málinu vísað til lögreglu. Það er skylda neyðarvarðar að fá sem gleggstar upplýsingar af staðnum, þegar um rökstuddan grun er að ræða er spurt að því hvort viðkomandi sé undir áhrifum þær upplýsingar nýtast viðbragðsaðilumi í þessu tilviki var beðið um aðstoð við að komast inn í íbúðina það er lögregluverk ekki sjúkrafluttningamanna,  kv  Þórhallur

Thorhallur Ólafsson
Framkvæmdastjóri 112
Skógarhlíð 14
105 Reykjavík
Ísland
Sími 5702000
Beinn sími 5702008
Gsm +354- 8938535“

Share This