Þá er komið að fyrsta umræðukvöldi haustsins og það er Svala Jóhannesdóttir verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum sem verður hjá Rótinni 11. nóvember.

Að vanda er umræðukvöldið í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 kl. 20, miðvikudaginn 11. nóvember.

Svala byrjaði að vinna með heimilislausum einstaklingum og einstaklinum í virkri vímuefnaneyslu árið 2007. Frá þeim tíma hefur starf hennar einkennst af mannréttindum jaðarsetta einstaklinga og skaðaminnkandi nálgun. Í starfi sínu hefur hún kynnt sér skaðaminnkandi nálganir og úrræði erlendis, eins og neyslurými,  búsetuúrræði, viðhaldsmeðferð og stuðningsúrræði fyrir einstaklinga í kynlífsiðnaði. Hún hefur starfað í Konukoti, Borgarvörðum og Frú Ragnheiði. Í dag starfar hún sem verkefnastýra Frú Ragnheiðar og í Konukoti. Bæði þessi verkefni eru rekin af Rauða krossinum í Reykjavík og eru skilgreind sem skaðaminnkandi verkefni.

Í fyrirlestrinum mun fjallar Svala um skaðaminnkandi hugmyndafræði, kynnir „andann“ og verklag. Svala segir frá starfsemi Frú Ragnheiðar sem er færanleg heilsuvernd og nálaskiptaþjónustu sem hefur þann tilgang að ná til jaðarsetta einstaklinga í samfélaginu eins og heimilislausa og einstaklinga sem sprauta vímuefnum í æð.

Allir eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook!

Share This