29. janúar 2016

UUUHinn þriðja júní 2015 sendi Rótin ósk um „um laun formanns og framkvæmdastjóra SÁÁ, ásamt upplýsingum um samningsbundin hlunnindi samkvæmt 3. og 5. gr. upplýsingalaga.“ Erindið var ítrekað og hinn 9. júní fékkst svar um að erindið væri móttekið en ekkert meira svo að erindið var ítrekað einu sinni enn hinn 23. september 2015. Snemma árs 2014 hafði talskona félagsins gert tilraun til að fá aðgang að upplýsingum um námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa og má sjá samskipti við formann SÁÁ af því tilefni hér.

Rótin hefur einnig óskað eftir tölfræðilegum upplýsingum um afbrotasögu skjólstæðinga SÁÁ. Sjá nánar hér .

Þar sem engin svör fengust við erindunum hjá samtökunum var ákveðið að óska eftir úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál og þann 20. september voru bæði erindin send til nefndarinnar. Hinn 23. október sendi nefndin Rótinni svo viðbrögð SÁÁ vegna erindanna þar sem samtökin hafna því að afhenda upplýsingar um afbrotamenn og laun framkvæmdastjóra og formanns samtakanna. Hér má má nálgast viðbrögð félgsins vegna upplýsinga um afbrotamenn og hér um laun og námskrá. Svar barst um að námskrá væri aðgengileg á vef SÁÁ og virðist sem fyrirspurn Rótarinnar hafi komið því til leiðar að námskráin var birt og er hún dagsett 24. ágúst 2015.

Fyrir utan þessi tvö erindi sendi Rótin erindi til úrskurðarnefndarinnar hinn 17. febrúar 2015 vegna óánægju með svör frá Embætti landlæknis um atvik á meðferðarstöðum. Það erindi er því búið að vera nærri því ár í vinnslu hjá nefndinni. Sjá nánar um erindið hér.

Share This