Rótin fór í heimsókn á Vog sumarið 2017 og sendi í kjölfarið óskalista sinn á yfirmenn stofnunarinnar. Sjá: https://www.rotin.is/oskalisti-rotarinnar/. Sá listi var miðaður að starfi SÁÁ en nú höfum við búið til almennan lista þar sem við setjum fram nokkra þætti sem gott er að séu til staðar í fíknimeðferð.

  1. Meðferðarstofnun er öruggur staður fyrir konur en ekki staður til að æfa sig í uppbyggilegum samskiptum við hitt kynið
  2. Jafnréttisáætlun er mikilvægt verkfæri til að vinna að kynjajafnrétti
  3. Kynjasjónarmið í meðferð þurfa að byggja á sérþekkingu. Kynjaskipting, kynjamiðun og klínískar leiðbeiningar eru til staðar
  4. Viðmið og verklagsreglur um kynferðislegt áreitni og ofbeldi eru virkar
  5. Meðferðin er áfalla- og einstaklingsmiðuð
  6. Frásagnir kvenna sem greina frá kynferðisofbeldi eða áreitni í meðferð eru teknar alvarlega
  7. „Konur meðhöndla konur“ er besta viðmið fyrir konur með áfallasögu. Konum er svo vísað í viðeigandi úrræði
  8. Meðferð og afvötnun á dagdeild eða göngudeild er aðgengileg þeim sem það hentar. Engin ein meðferð hentar öllum
  9. AA-samtökin eru kynnt á upplýstan hátt og samkvæmt bestu þekkingu. Konum sem kjósa að fara AA-fundi er bent á kosti þess að sækja kvennafundi
  10. Menntun starfsmanna er í samræmi við kröfur í nútíma heilbrigðisþjónustu
Share This