Vagna, Guðrún og Gunný

Á næsta umræðukvöldi Rótarinnar, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20:-21:30, verða gestir okkar þær Guðrún Jóhannsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, betur þekkt sem Gunný, og Vagnbjörg Magnúsdóttir, kölluð Vagna. Þær hafa allar nýlokið námi í fíknifræðum við Hazelden Betty Ford Graduate School í Minnesota í Bandaríkjunum og ætla að segja okkur frá því sem þær urðu vísari.

Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies býður upp á nám í fíknifræðum á meistarastigi fyrir ráðgjafa og aðra sem starfa í fíknigeiranum. Námið er bæði akademískt og verklegt og munu Guðrún, Gunný og Vagna segja okkur frá því sem þeim fannst áhugaverðast í náminu og starfsnáminu á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni, upplifun þeirra af starfinu, einstaklingsmiðaðri meðferð og hvernig þær telja að þær geti nýtt þekkinguna sem þær öðluðust. Einnig fjalla þær um hvernig stofnunin meðhöndlar þá sem eru veikir af ópíumfíkn.

Guðrún Jóhannsdóttir er með B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræðum og B.A. í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Gunný, er með B.A.- og M.A.-próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands og Vagna er B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og allar eru svo með M.A.-gráðu í fíknifræðum frá Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies.

Umræðukvöld Rótarinnar eru öllum opin, boðið er upp á te og kaffi sem er fjármagnað með samskotum. Munið eftir klinkinu eða leggið inn á reikning Rótarinnar: Kt. 500513-0470, bankanr. 0101 -26-011472.

Viðburðurinn er á Facebook!

Umræðukvöldið er haldið í Kvennaheimilinu, Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Share This