Kristín I. Pálsdóttir, Óttar Guðmundsson og Guðrún ebba Ólafsdóttir

Kristín I. Pálsdóttir, Óttar Guðmundsson og Guðrún ebba Ólafsdóttir

Óttar Guðmundsson, geðlæknir, hafði samband við ráðskonur Rótarinnar í vikunni og óskaði eftir fundi, í kjölfar þess að Rótin sendi erindi á siðanefnd Læknafélags Íslands, vegna ummæla hans í viðtali í Fréttablaðinu.

Í dag, uppstigningardag, fóru undirrituð og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, ráðskona, á fund Óttars þar sem við ræddum saman af hreinskilni.

Óttar tjáði okkur að hann bæri mikla virðingu fyrir starfi og baráttumálum Rótarinnar. Hann baðst afsökunar á þeim særindum sem hlutust af orðum hans, ætlun hans hafi síst verið að gera lítið úr nauðsyn þess að vinna úr alvarlegum áföllum.

Að lokum varð það að samkomulagi að Óttar kæmi á umræðukvöld hjá Rótinni og fræddi félagskonur um Hallgerði langbrók, áföll hennar og úrvinnslu þeirra, við fyrsta tækifæri.

F.h. Rótarinnar,

Kristín I. Pálsdóttir, talskona

Share This