Þann 18. febrúar kemur til okkar á umræðukvöld Hjördís Björg Tryggvadóttir sálfræðingur og teymisstjóri á Teigi og ræðir um fíknigeðdeild geðsviðs, þjónustuna sem þar er í boði og markhóp hennar. Umræðukvöldið er í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum kl. 20-21.30.

Hjördís lauk BA prófi í sálfræði frá HÍ 1998. Eftir útskrift vann hún á svefnrannsóknastofu geðsviðs Landspítala, fyrst við rannsókn á svefni ofvirkra barna og svo fyrst og fremst við klínískar svefnrannsóknir. Árið 2003 lauk hún Cand. Psych. námi við HÍ og hóf strax eftir útskrift að vinna á Teigi á geðsviði Landspítala. Þar var og er rekin eftirmeðferð fyrir fólk með áfengis og vímuefnavanda. Árið 2004 var ákveðið af yfirstjórn geðsviðs LSH að breyta meðferðarstefnu deildarinnar og þróa úrræði sem byggði á hugrænni atferlismeðferð og áhugahvetjandi samtali. Hjördís tók frá upphafi þátt í þeirri vinnu og tók síðar við verkefnastjórastöðu sálfræðinga á deildinni og síðar teymisstjórn deildarinnar.

Á umræðukvöldinu mun Hjördís segja frá fíknigeðdeild geðsviðs, hvaða þjónusta er í boði þar og hver er markhópur deildarinnar er. Aðal áherslan í erindinu verður á innihald meðferðarinnar á Teigi og þær ástæður sem liggja til grundvallar þeirri meðferðarstefnu sem þar er viðhöfð.

Viðburðurinn er á Facebook!

Share This