Category Archives: Viðburður

Námskeið um áföll fyrir konur

Námskeið um áföll fyrir konur

Umræða um áföll, áfallastreitu og áfallastreituröskun hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum og Rótin hefur haldið þeirri kröfu á lofti að fíknimeðferð þurfi að innihalda áfallameðferð eða í það minnsta vera áfallameðvituð. Rannsóknir hafa sýnt að best er að meðhöndla fíkn og áfallastreitu á sama tíma og oft er fíkn flóttaleið frá afleiðingum áfalla og…Nánar

Aðalfundur og erindi 11. maí

Aðalfundur og erindi 11. maí

Miðvikudaginn 11. maí kl. 20 verður aðalfundur Rótarinnar í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið. Við hvetjum áhugasaman félagskonur til að bjóða…Nánar

Búsetuúrræði fyrir heimilislausar konur með áfengis- og vímuefnavanda

Búsetuúrræði fyrir heimilislausar konur með áfengis- og vímuefnavanda

Á umræðukvöldi Rótarinnar miðvikudaginn 27. apríl kemur til okkar Katrín Guðný Alfreðsdóttir, félagsráðgjafi, flugfreyja og ráðskona í Rótinni og fjallar um heimilislausar konur. Umræðukvöldið er að vanda frá  kl. 20 til 21.20  í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum. Erindi Katrínar Guðnýjar nefnist „Búsetuúrræði fyrir heimilislausar konur með áfengis- og vímuefnavanda byggð á hugmyndfræði skaðaminnkandi nálgunar“. Katrín útskrifaðist með meistarapróf í félagsráðgjöf frá…Nánar

Nauðgun unglingsstúlkna. Niðurstöður rannsóknar á dómum Hæstaréttar

Nauðgun unglingsstúlkna. Niðurstöður rannsóknar á dómum Hæstaréttar

Á umræðukvöldi Rótarinnar miðvikudaginn 30. mars kemur til okkar Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Umræðukvöldið er frá  kl. 20 til 21.20  í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum. Erindi Svölu nefnist „Nauðgun unglingsstúlkna. Niðurstöður rannsóknar á dómum Hæstaréttar“. Fjallar hún um dóma er lúta að gerendum brotanna, þolendum, brotavettvangi, tengslum aðila, ástandi geranda og þolenda á…Nánar

„Í þarfir bindindisins“

„Í þarfir bindindisins“

Komið er að fyrsta umræðukvöldi Rótarinnar á nýju ári. Að þessu sinni fáum við til okkar Nönnu Lárusdóttur, sagnfræðing sem flytur erindið „Í þarfir bindindisins“. Góðtemplarareglan á Íslandi frá 1884 – innra starf og áhrif mótandi orðræðu, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20-21.20 í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum. Góðtemplarareglan var fyrirferðarmikil í íslensku samfélagi á ofanverðri nítjándu öld og…Nánar

Jólakvöld Rótarinnar

Jólakvöld Rótarinnar

10. desember 2015 Miðvikudaginn 16. desember fáum við til okkar góða gesti sem ætla að gleðja okkur með góðum listum. Rithöfundarnir Linda Vilhjálmsdóttir og Auður Jónsdóttir og Ásdís Óladóttir koma og lesa úr verkum sínum. Linda sendi frá sér ljóðabókina Frelsi í haust og um hana segir á síðu útgefanda: „Frelsi geymir um fimm tugi beittra,…Nánar

Skaðaminnkandi hugmyndafræði

Skaðaminnkandi hugmyndafræði

Þá er komið að fyrsta umræðukvöldi haustsins og það er Svala Jóhannesdóttir verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum sem verður hjá Rótinni 11. nóvember. Að vanda er umræðukvöldið í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 kl. 20, miðvikudaginn 11. nóvember. Svala byrjaði að vinna með heimilislausum einstaklingum og einstaklinum í virkri vímuefnaneyslu árið 2007. Frá þeim tíma hefur…Nánar

Ráðstefna um konur og fíkn

            Rótin, RIKK, Jafnréttisstofa og fleiri aðilar standa að ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð, hinn 1. og 2. september 2015, á Grand hóteli í Reykjavík. Á ráðstefnunni verða fyrirlesarar frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Grænlandi og Íslandi. Tilgangur ráðstefnunnar er að auka skilning og þekkingu á kynjafræðilegu sjónarhorni á fíkn,…Nánar

Stuðningur óskast – Ráðstefna um konur og fíkn

Stuðningur óskast – Ráðstefna um konur og fíkn

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – var stofnuð hinn 8. mars 2013 en tilgangur félagsins er að „stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi“ eins og segir í markmiðsgrein félagsins. Rótin stendur að ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í samvinnu við RIKK- Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum, Jafnréttisstofu…Nánar

Aðalfundur og erindi: Orðræða geðlækna

Aðalfundur og erindi: Orðræða geðlækna

10. maí 2015 Miðvikudaginn 20. maí kl. 20 verður aðalfundur Rótarinnar í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið. Við hvetjum áhugasaman félagskonur…Nánar