Vinnudagur Rótarinnar 13. janúar 2024

Vinnudagur Rótarinnar 13. janúar 2024

Á nýju ári boðar Rótin til vinnudags félagsins laugardaginn 13. janúar frá kl. 9:00 til 14:00. Umfjöllunarefni eru heilbrigðisþjónusta fyrir konur með vímuefnavanda, siðfræði í starfi félagasamtaka og þau verkefni sem félagið vinnur nú að. Félagar í Rótinni eru hvattir til að taka þátt.

Á fundinn mætir Margrét Manda Jónsdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofu forstjóra Landspítala-Háskólasjúkrahúss, en hún stýrir umbótaverkefni innan spítalans sem m.a. felur í sér aukið samráð við þá sem nota þjónustu spítalans og að skapa markvissari farveg fyrir sjúklinga og aðstandendur til að koma á framfæri ábendingum og sjónarmiðum um þjónustu spítalans. Margrét Manda mun segja frá verkefninu og síðan verða umræður þátttakenda þar sem safnað verður saman

Fjallað verður um ánægju félaga með þá heilbrigðisþjónustu sem er í boði fyrir konur með vímuefnavanda, hvernig hún er veitt, hvað megi betur fara og hvaða þjónustu vantar að þeirra mati.

Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í siðfræði, fjallar um siðfræði í starfi félagasamtaka

Þá verður farið yfir þau verkefni sem verið er að vinna að innan félagsins.

Boðið verður upp á léttar veitingar, kaffi, te og hádegisverð.

Þátttakendur eru vinsamlega beðnir að skrá sig á viðburðinn hér:

Ráðstefna um mannréttindamiðaða fíknistefnu, 17.-18. október

Ráðstefna um mannréttindamiðaða fíknistefnu, 17.-18. október

Treading the Path to Human Rights. Gender, Substance Use and Welfare States er þverfagleg ráðstefna um mannréttindamiðaða nálgun í mótun fíknistefnu í velferðarríkjum sem var haldin dagana 17.–18. október 2023. Á ráðstefnunni var sjónum beint að stöðu og framtíð í fíknistefnu og vímuefnanotkun í velferðarríkjum. Erlendir og innlendir sérfræðingar fjölluðu um stefnumótun í málaflokknum að því er varðar mannréttindi, skaðaminnkun og bæði kynjaða og félagslega áhrifaþætti vímuefnanotkunar. Sérstök áhersla er á fíknistefnu í velferðarríkjum, og þá ekki síst norrænum, og fjallað um mismunun á grundvelli kynþáttar, stéttar, kynferðis, kynhneigðar ásamt kynjamisrétti, í samræmi við áskoranir alþjóðastofnana og fólks sem notar vímuefni. Einnig er áhersla á nauðsyn þess að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið í stefnumótun, með hliðsjón af bæði þörfum kvenna og hinsegin fólks og hvernig þær eru frábrugðnar þörfum gagnkynhneigðra sís karla. Ráðstefnan er skipulögð af Rótinni og RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Ráðstefnan fer fram á Hótel Reykjavík Grand.

Dagskrá og upplýsingar má finna hér og skráning á vegum RIKK, hér.

Ráðstefnan og vinnustofur eru á ensku.

Markmið ráðstefnunnar eru að vekja athygli á mikilvægi stefnumótunar í málflokknum, safna saman sérfræðingum, fagfólki, embættismönnum, stjórnmálafólki og öðrum sem áhrif hafa á stefnumótun eða vilja miðla þekkingu sinni og reynslu. Einnig að fá til landsins nýjustu strauma og stefnur um málefnið frá Evrópu.

Fyrirlesarar eru í stafrófsröð:

Danilo Ballotta er aðal stefnumótunarsérfræðingur og fulltrúi samskipta hjá Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA). Hann er tengiliður við stofnanir Evrópusambandsins og fulltrúi í vinnuhópi um vímuefni hjá Evrópuráðinu (HDG), hjá Pompidou-hópnum og tengiliður við UNODC. Hann hefur tekið þátt í hundruðum nefnda og stefnumótunarviðburða á vegum Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Ballotta ætlar að fjalla um þróun fíknistefnu í Evrópu í samtímanum. 

Fyrirlestur: Nú á tímum krefjandi fíknivanda á heimsvísu, stuðlar Evrópusambandið að sameiginlegri aðferðafræði á sviðinu sem byggir á raunsæi, yfirvegun og gagnreyndri nálgun. Stefnan sem orðið hefur til innan sambandsins er mótuð á löngum tíma með „mjúkri samleitni“ mismunandi stefna aðildarríkja ESB. Nú er hins vegar brýn þörf á víðtækara bandalagi í átt að sameiginlegri sýn þar sem mannréttindi fara hönd í hönd við markmið um heilbrigðari og öruggari fíknistefnu.

Hér má horfa á erindi Danilos.

Emma Eleonorasdotter lektor og rannsakandi í mannfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Rannsóknir hennar veita menningarlega innsýn í misrétti, þá sérstaklega um löglega og ólöglega notkun vímuefna. Emma fjallar um hversdagslega notkun kvenna í Svíþjóð á vímuefnum út frá menningarlegu sjónarhorni með áherslu á kyn og stétt. Doktorsritgerð Emmu, „Det hade ju aldrig hänt annars”. Om kvinnor, klass och droger (2021), hefur verið endurskrifuð á ensku og kemur út hjá Palgrave haustið 2023 undir titlinum Women’s Drug Use in Everyday Life í opnum aðgangi eins og sænska ritgerðin.

Emma fjallaði um hversdagslega notkun kvenna í Svíþjóð á vímuefnum út frá menningarlegu sjónarhorni, með áherslu á kyn og stétt. Kynjamiðuð etnógrafía, eða vettvangslýsing, á hversdagslegri vímuefnanotkun getur aukið þekkingu á hlutverki vímuefnanotkunar í neyslusamfélögum samtímans. Hugað var að laga-, sögu-, félagshagfræðilegum, kynjuðum, stéttar- og menningarlegum bakgrunni vímuefnanotkunar og -hegðunar. Fyrirlesturinn sækir efnivið sinn í átta ára rannsókn að baki doktorsritgerð Emmu, sem er þátttökuathugun um tólf sænskar konur, 25-65 ára gamlar, sem nota vímuefni í daglegu lífi. Þemu verkefnisins eru fíkn, lyf, börn og hamingja sem og áhrif lagaumhverfis á konurnar.

___________________

Helga Sif Friðjónsdóttir er Sérfræðingur í hjúkrun með áherslu á fíkn og staðgengill ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu, Ph.D, APMHN, RN, aðjúnkt og klínískur lektor við Háskóla Íslands. Helga Sif hefur alla sína starfsævi haft brennandi áhuga á vönduðum samskiptum, mannlegri reisn, jafnrétti, breytingum, hvatningu og gæðum heilbrigðisþjónustu. Hún hefur lagt áherslu á að þróa og endur-skipuleggja geðheilbrigðis- og fíkniþjónustu auk kennslu og þjálfunar geðhjúkrunarfræðinga framtíðarinnar á Íslandi. Vegna brautryðjendastarfs síns við skaðaminnkun sæmdi forseti Íslands hana fálkaorðu árið 2021.

Fyrirlestur: Vorið 2021 ákvað heilbrigðisráðherra að gera heildarúttekt á þjónustuferlum, hugmyndafræði, innihaldi og gæðum heilbrigðisþjónustu við einstaklinga með vímuefnaraskanir. Á gagnasöfnunarstigi var lögð áhersla á að skoða alþjóðlega staðla, klínískar leiðbeiningar og rannsóknir. Haldnir voru fundir með fulltrúum frá ýmsum hagsmunasamtökum til að varpa ljósi á sérstakar þarfir ólíkra hópa fyrir heilbrigðisþjónustu vegna vímuefnaraskana. Þessir fundir veittu einnig innsýn í reynslu ólíkra hópa af núverandi kerfum og gáfu upplýsingar um hvar úrbóta væri þörf til að mæta þjónustuþörfum þeirra.

___________________

Matilda Hellman er prófessor í félagsfræði við háskólann í Uppsölum og rannsóknarstjóri við háskólann í Helsinki. Rannsóknir hennar snúast um félags-, félagssögu- og menningarlegan skilning og túlkun á fíkn, lífsstíl, heilsu, frávikshegðun og félagslega jaðarsetningu. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á hvernig pólitísk og almenn orðræða, sem og stjórnarhættir og stofnanir, festa í sessi skoðanir á málefnum eins og vímuefnaneyslu, áfengisstefnu, fjárhættuspili, kenningum um fíkn sem heilasjúkdóm og hvernig hún hefur áhrif á einstaklinga, hópa og samfélög. Hún er aðalritstjóri Nordic Studies on Alcohol and Drugs (NAD).

Í fyrirlestrinum er lögð áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr skaða af völdum vímuefnaneyslu í velferðarríkjum. Hvernig hefur verið tekið á vímuefnanotkun og fíkn í norræna velferðarríkinu og hverjar eru helstu áskoranirnar í dag? Þær leiðir sem við höfum farið í að koma í veg fyrir og minnka skaða af völdum vímuefnanotkunar hefur fylgt ákveðnum skoðunum á eðli vandans (félagslegur, læknisfræðilegur o.s.fr.) og hvern hann snertir (einstaklinga, ákveðna hópa, samfélagið allt o.s.fr.). Nýjar áskoranir eru bæði þekkingarfræðilegar og varða skipuleg kerfa: nýr skilningur er á vandanum og það er flóknara að skipuleggja og samhæfa stefnur og þjónustukerfi.

Sarah Morton er lektor við University College Dublin þar sem hún leiðir m.a. Community Partnership Drugs Programme, hefur þróað nám um konur og vímuefnavanda, situr í stjórn stærstu meðferðarsamtaka Írlands, hefur leitt breytingar er varða stefnumótun og enduruppbyggingu þjónustu fyrir konur með vímuefnavanda og var í 10 ár þróunarstjóri Safe Ireland, landsamtaka um öryggi kvenna og barna. Hún hefur veitt félagasamtökum, sveitarfélögum og öðrum stjórnvöldum ráðgjöf í málum er varða samtvinnun vímuefnanotkunar og heimilis- og kynferðisofbeldis. Árið 2020 hlaut hún Evrópuverðlaun fyrir Excellence in Teaching in the Social Sciences and Humanities Hún er fulltrúi í National Oversight Committee for the National Drug Strategy og rannsóknir hennar snúast um samtvinnun vímuefna-notkunar og ofbeldis ásamt skapandi og þátttökumiðuðum rannsóknaraðferðum.

Fyrirlestur: Hver er reynsla kvenna sem eru að fást við flókinn vanda og hver er þörf þeirra fyrir stuðning, þar með talið vímuefnavanda? Byggt er á rannsókn sem hafði það markmið að öðlast ítarlegan skilning á lífsreynslu kvenna, fíkniferil þeirra, vímuefnaneyslu og hvernig þau tengjast þáttum eins og móðurhlutverki, fátækt, félagslegri einangrun, heimilisofbeldi, kynlífi gegn endurgjaldi, heimilisleysi og fangelsun. Kynningin mun draga fram kynbundna reynslu kvenna, auk þess að kanna hugsanlegar aðgerðir sem myndu bæta fíknistefnu og þjónustu við konum. Sérstaklega er litið til samtvinnunar á vímuefnavanda kvenna og þess að hann er flóknari en að leysa megi hann á hálfu ári, eins og titillinn vísar til. Rannsóknin var fjármögnuð af Irish Research Council New Foundations-áætluninni sem styður samstarf fræðimanna og frjálsra félagasamtaka (NGO) til að taka á mikilvægum málum sem koma upp í írsku samhengi.

Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu, þá sérstaklega hvernig stærri samfélagslegir þættir, svo sem velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið, hafa áhrif á líf einstaklinga.Hún hefur meðal annars skoðað heilsufarsmisrétti og skoðað fordóma í garð fólks með geðrænan vanda, val almennings á notkun geðheilbrigðisþjónustu og sjúkdómsvæðingu geðheilbrigðis. Hún leiðir þátttöku Íslands í þremur alþjóðlegum félagslegum könnunum (European Social Survey, European Values Study og International Social Survey) og var ritstjóri Acta Sociologica frá 2019-2023. Hún hefur stjórnað hlaðvarpi íslenskrar félagsfræði, Samtal við samfélagið, síðastliðin fimm ár.

Sigrún hélt erindið The Public Stigma of Mental Illness and Substance Use.

___________________

Sigurður Örn Hektorsson er yfirlæknir hjá Embætti landlæknis og er sérfræðingur í heimilislækningum, fíknlækningum og geðlækningum. Hann hefur 40 ára reynslu af fjölbreytilegu klínísku læknisstarfi með fólki með vímuefnavanda og föngum bæði hér á landi og í Kaliforníu. Sigurður var yfirlæknir í geðheilsuteymi fangelsa; sem heilbrigðisráðherra setti af stað í ársbyrjun 2020 innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Íslandi og var ný á þeim tíma.

Helena Bragadóttir, geðhjúkrunarfræðingur með starfsleyfi, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Helena starfaði á ýmsum deildum á Landspítalanum frá 2009-2018, bæði legudeildum og göngudeildum. Hún hefur starfað með fólki í skaðlegri vímuefnaneyslu og með geðrænan vanda. Helena lét nýlega af störfum sem teymisstjóri í Geðheilsuteymi fangelsa; sem heilbrigðisráðherra setti af stað í ársbyrjun 2020 og var ný á þeim tíma.

Helena og Sigurður héldu erindi um geðheilsuteymi fangelsa sem var sett á fót sem nýsköpunarverkefni á sviði geðheilbrigðismála til eins árs árið 2020 og síðan framlengt um eitt ár. Algjör stakkaskipti hafa orðið á geðheilbrigðisþjónustu við fólk sem afplánar dóma í fangelsum með tilkomu teymisins, líkt og að var stefnt og ljóst er að þörfin fyrir þjónustuna er mikil.

Þá taka einnig þátt í ráðstefnunni:

Halldóra Dýrleif Gunnarsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar

Hjördís B. Tryggvadóttir, teymisstjóri á Teigi, eftirmeðferðardeild fíknigeðdeildar Landspítala

Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði, Háskóla Íslands

Styrktaraðilar:

Heilbrigðisráðuneytið er aðalstyrktaraðili og ráðstefnan er einnig styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Vinnustofa um PTMF – Upptökur og glærur

Vinnustofa um PTMF – Upptökur og glærur

Vinnustofa um nýtt skýringarmódel andlegrar líðanar eða Power threat meaning framework var haldin 14. september 2023. Sjá nánari upplýsingar um vinnustofuna hér. 

Frekari upplýsingar um PTMF er að finna á vef Breska sálfræðifélgsins og í þessari þýddu grein.

Vinnustofan hófst á tveimur fyrirlestrum sem nú er hægt að horfa á á Youtube-rás Rótarinnar. Nálgast má glærurnar með fyrirlestrunum hér. Glærur númer 1-46 eru með fyrri fyrirlestrinum um stóra samhengið og glærur frá númer 47 og eftir það með seinni fyrirlestrinum um PTMF.

Sá fyrri var: Kynning: Yfirlit yfir stóra samhengið eða Introductions: Overview of the wider context sem horfa má á hér:

Seinni fyrirlesturinn var yfirlit yfir Power Threat Meaning Framework.

Stikla frá kynningu á PTFM í Bretlandi árið 2018

 Bækur eftir dr. Lucy Johnstone:

Bækur og greinar sem dr. Johnstone mælti með

Vinnustofa um nýtt skýringarmódel andlegrar líðanar

Vinnustofa um nýtt skýringarmódel andlegrar líðanar

PTMF Overview of The Wider Context

Power threat meaning framework – Summary

(English below)

Dagsetning: Fimmtudagur 14. september 2023, kl. 8.30-16:30

Staðsetning: Hótel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík

Þátttökugjald: 12.750 kr. Innifalið er þátttaka í vinnustofunni, léttur hádegisverður og kaffiveitingar. Háskólastúdentar og öryrkjar greiða 8.950.
Athugið hvort að stéttarfélagið ykkar veiti styrki til þátttöku í vinnustofunni.

Skráning er hér

Smellið á hlekkinn hér fyrir ofan fyrir skráningu. Greiðsluupplýsingar berast í tölvupósti innan nokkurra daga.

Upplýsingar fyrir þátttakendur til notkunar í vinnustofunni má nálgast hér.   

Fyrirlesari: Dr. Lucy Johnstone, ráðgefandi klínískur sálfræðingur og annar aðalhöfundur power threat meaning framework – PTMF – sem í beinni íslenskri þýðingu útleggst sem valda-ógnar-merkingar-módelið.

Fyrir hver? Vinnustofan er áhugaverð fyrir fagfólk í heilbrigðis- félags- og menntagreinum, ekki síst þau sem vinna með fólki sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og einnig það fólk sem þekkir þær af eigin raun eða hefur glímt við vímuefnavanda. Nemendur í háskólum í framangreindum greinum eru velkomnir og fá afslátt af þátttökugjaldi sem og öryrkjar.
Þá nýtist vinnustofan þeim sem koma að stefnumótun í heilbrigðis- og félagskerfi. Þá eru öll sem hafa áhuga á grundvallarhugmyndum, þróun og umbótum í þjónustu við fólk sem býr við geðrænar áskoranir og/eða vímuefnavanda velkomin.
Vinnustofan fer fram á ensku.

Þema: PTMF var unnið af sálfræðingum og þjónustunotendum yfir fimm ára tímabil og gefið út af Breska sálfræðifélaginu (ens. British Psychological Society – BSP) árið 2018 og gefur okkur annan valmöguleika við hefðbundin geðgreiningakerfi sem byggja á einkennum og greiningum. PTMF setur líka sambandið á milli félagslegra þátta eins og fátæktar, mismununar og misréttis í víðara samhengi ásamt áföllum eins og misnotkun og ofbeldi með tilheyrandi andlegum þjáningum. Hægt er að nota PTMF til að hjálpa fólki að skapa vonbetri frásagnir eða sögur um líf sitt og erfiðleika sína í stað þess að við lítum á okkur sem ámælisverð, veikburða, ófullnægjandi eða „geðveik“. PTMF sýnir líka fram á af hverju þau okkar sem eiga ekki augljósa sögu um áföll eigum oft erfitt með að finna til eigin verðleika, tilgangs og sjálfsvitundar. Sérstaklega verður hugað að samhengi kvenna með vímuefnavanda.
PTMF fjallar um okkur öll og hefur vakið athygli bæði á Bretlandi og á alþjóðavettvangi.
Þátttakendur eru kynntir fyrir grundvallarhugmyndum PTMF og fá tækifæri til að skoða hvernig PTMF getur nýst í þeirra starfi.
Frekari upplýsingar um PTMF er að finna í þessari þýddu grein og á vef Breska sálfræðifélgsins.

Um Lucy Johnstone: Dr. Lucy Johnstone er ráðgefandi klínískur sálfræðingur, hún er höfundur bókarinnar Users and abusers of psychiatry (3. útg. Routledge 2021), A straight-talking guide to psychiatric diagnosis (PCCS Books, 2. útg. 2022); meðritstjóri Formulation in psychology and psychotherapy: making sense of people’s problems (Routledge, 2. útg. 2013) og meðhöfundur A straight talking introduction to the Power Threat Meaning Framework, 2020, PCCS Books) ásamt fjölda annarra kafla og greina sem fjalla á gagnrýninn hátt um geðheilbrigðisfræði og ástundun hennar. Lucy er fyrrverandi námsstjóri Bristol Clinical Psychology Doctorate í Bretlandi og hefur starfað við geðheilbrigðisþjónustu fullorðinna í fjölda ára, síðast í Suður-Wales. Hún er gestaprófessor við London South Bank-háskólann og félagi (ens. fellow) í Breska sálfræðifélaginu.
Lucy er aðalhöfundur, ásamt prófessor Mary Boyle, Power Threat Meaning Framework – PTMF  (2018), útgáfu Breska sálfræðingafélagsins sem var þróuð í samvinnu við notendur geðheilbrigðisþjónustu. PTMF er hugmyndafræðilegur valkostur við geðgreiningu sem hefur vakið athygli víða um heim. Lucy er reyndur fyrirlesari í kennslu, á ráðstefnum og víðar og starfar nú sem sjálfstæður þjálfari. Hún býr í Bristol á Bretlandi.

Nánari upplýsingar gefur Kristín I. Pálsdóttir kristin@rotin.is

Vinnustofan er haldin með styrk frá landbúnaðar- og matvælaráðuneytinu sem hafði umsjón með líknarsjóði Sigríðar Melsted sem slitið var árið 2022. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins bar orðalag skipulagsskrár sjóðsins keim af tíðaranda síns tíma en þar segir m.a.: „Líknarsjóður þessi skal vera handa ógiftum, heilsuveikum og bágstöddum konum, einkum þeim sem aldar hafa verið upp á góðum og siðprúðum heimilum, og eru siðprúðar.“

____________________________________________________________

Dagskrá / Agenda

8:30-9:00 Skráning / Registration
9:00-10:15 Kynning: Yfirlit yfir stóra samhengið /

Introductions: Overview of the wider context

10:15-10:35 HLÉ / BREAK
10:35-12:15 Yfirlit yfir Power Threat Meaning Framework, spurningar / The Power Threat Meaning Framework: summary and questions
12:15-13:00 HÁDEGISHLÉ / LUNCH
13:00-14:45 Æfingar – litlir hópar / Exercise – small groups
14:45-15:05 HLÉ / BREAK
15:05-16:20 Æfingar og endurgjöf / Exercise and feedback
16:20-16:30 Spurningar að lokum / Final questions

____________________________________________________________

Workshop about the Power threat meaning framework (PTMF)

Date: Thursday 14 September 2023 from 8.30 to 16:30

Location: Hotel Reykjavik Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík

Participation fee: ISK 12.750 kr. Included is participation in the workshop, a light meal, and refreshments. University students and people with disabilities pay 8.950.
Check if your labour union offer grants for participation.

Registration

Click the link above to registrate. You will get information on payment by email in a few days.

Lecturer: Dr Lucy Johnstone is a consultant clinical psychologist and co-lead author of the Power Threat Meaning Framework, a radical new conceptual alternative to the diagnostic model of distress.

For whom? The workshop is interesting for professionals in the health, social and educational fields, especially those who work with people who have struggled with mental challenges and also those who know them firsthand or have struggled with substance use. Students in universities in the aforementioned subjects are welcome and receive a discount on the participation fee, as do disabled people.
The workshop is useful for those involved in policy making in the health and social care field. Everyone who is interested in paradigm of mental health, development, and improvements in services for people living with mental challenges and/or substance use is welcome.
The Workshop is in English.

Theme: The Power Threat Meaning Framework, produced by psychologists and service users over a period of 5 years and published by the British Psychological Society in 2018, offers an alternative to more traditional models of mental health based on psychiatric diagnosis. It clarifies the links between wider social factors such as poverty, discrimination and inequality, along with traumas such as abuse and violence, and the resulting emotional distress. The Framework can be used as a way of helping people to create more hopeful narratives or stories about their lives and their difficulties, instead of seeing themselves as blameworthy, weak, deficient or ‘mentally ill’. It also shows why those of us who do not have an obvious history of trauma or adversity can still struggle to find a sense of self-worth, meaning and identity. The PTMF is about all of us and has attracted national and international attention. The context on women and substance use will be given notice.
Participants will be introduced to the principles of the PTMF and will have the opportunity to explore how it might support their practice.
For further information about PTMF see this article and visit the BPS website.

About Lucy Johnstone: Dr Lucy Johnstone is a consultant clinical psychologist, author of ‘Users and abusers of psychiatry‘ (3rd edition Routledge 2021) and ‘A straight-talking guide to psychiatric diagnosis’ (PCCS Books, 2nd edition 2022); co-editor of ‘Formulation in psychology and psychotherapy: making sense of people’s problems’ (Routledge, 2nd edition 2013); and co-author of ‘A straight talking introduction to the Power Threat Meaning Framework’, 2020, PCCS Books) along with a number of other chapters and articles taking a critical perspective on mental health theory and practice. She is the former Programme Director of the Bristol Clinical Psychology Doctorate in the UK and has worked in Adult Mental Health settings for many years, most recently in a service in South Wales. She is Visiting Professor at London South Bank University and a Fellow of the British Psychological Society.
Lucy was lead author, along with Professor Mary Boyle, for the ‘Power Threat Meaning Framework’ (2018), a British Psychological Society publication co-produced with service users, which outlines a conceptual alternative to psychiatric diagnosis and has attracted national and international attention. Lucy is an experienced conference speaker and lecturer, and currently works as an independent trainer. She lives in Bristol, UK.

For further information please contact Kristín I. Pálsdóttir: kristin@rotin.is

The workshop is funded with a grant from The Ministry of Food, Agriculture and Fisheries, which was in charge of Sigríður Melsted’s charity fund, which was terminated in 2022. As stated on the ministry’s website, the wording of the foundation’s charter had a flavour of the zeitgeist of its time, but it says: “This charity fund shall be for unmarried, ill-health and poor women, especially those who have been brought up in good and moral homes and are well-bread.”

Ráðstefna um fíknistefnu og jafnrétti í velferðarríkjum

Ráðstefna um fíknistefnu og jafnrétti í velferðarríkjum

Treading the Path to Human Rights. Gender, Substance Use and Welfare States er þverfagleg ráðstefna um mannréttindamiðaða nálgun í mótun fíknistefnu í velferðarríkjum sem verður haldin dagana 17.–18. október 2023. Á ráðstefnunni er sjónum beint að stöðu og framtíð í fíknistefnu og vímuefnanotkun í velferðarríkjum. Erlendir og innlendir sérfræðingar munu ræða stefnumótun í málaflokknum að því er varðar mannréttindi, skaðaminnkun og bæði kynjaða og félagslega áhrifaþætti vímuefnanotkunar. Sérstök áhersla er á fíknistefnu í velferðarríkjum og þá ekki síst norrænum.

Fjallað verður um mismunun á grundvelli kynþáttar, stéttar, kynferðis, kynhneigðar ásamt kynjamisrétti, í samræmi við áskoranir alþjóðastofnana og fólks sem notar vímuefni. Einnig verður áhersla á nauðsyn þess að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið í stefnumótun, með hliðsjón af bæði þörfum kvenna og hinsegin fólks og hvernig þær eru frábrugðnar þörfum gagnkynhneigðra sís karla.

Ráðstefnan er skipulögð af Rótinni og RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og fer fram á Hótel Reykjavík Grand.

Forskráning á ráðstefnuna er á vef RIKK.

Markmið ráðstefnunnar eru að vekja athygli á mikilvægi stefnumótunar í málflokknum, safna saman sérfræðingum, fagfólki, embættismönnum, stjórnmálafólki og öðrum sem áhrif hafa á stefnumótun eða vilja miðla þekkingu sinni og reynslu. Einnig að fá til landsins nýjustu strauma og stefnur um málefnið frá Evrópu.

Staðfestir fyrirlesarar eru í stafrófsröð:

Danilo Ballotta (MSc) aðal stefnumótunarsérfræðingur Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA) og fulltrúi  í samskiptum við stofnanir Evrópusambandsins. Ballotta fjallar um fíknistefnu í Evrópu í nútíð og framtíð.

Emma Eleonorasdotter (PhD)   lektor og rannsakandi í mannfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Rannsóknir hennar veita menningarlega innsýn í misrétti, þá sérstaklega um löglega og ólöglega notkun vímuefna. Emma fjallar um hversdagslega notkun kvenna í Svíþjóð á vímuefnum út frá menningarlegu sjónarhorni með áherslu á kyn og stétt.

Matilda Hellman (DSocSci) er félagsfræðingur og dósent við Háskólann í Helsinki og ritstjóri NAD – Nordic Studies on Alcohol and Drugs – tímaritsins. Mathilda fjallar um vímuefnastefnu, skaðaminnkun og stefnumótun í velferðarríkjum.

Sarah Morton (PhD) er lektor og forstöðukona Community Drugs Programme, University College Dublin, og sérfræðingur í skaðaminnkandi nálgun, konum, heimilisofbeldi og stefnumótun. Morton fjallar um flókinn vanda kvenna sem nota vímuefni og innleiðingu breyttrar stefnu í þátttökuferli.

Sigrún Ólafsdóttir (PhD) er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu, þá sérstaklega hvernig stærri samfélagslegir þættir, svo sem velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið, hafa áhrif á líf einstaklinga.

Sigurður Örn Hektorsson er yfirlæknir hjá Embætti landlæknis og er sérfræðingur í heimilislækningum, fíknilækningum og geðlækningum. Hann hefur 40 ára reynslu af fjölbreytilegu klínísku læknisstarfi með fólki með vímuefnavanda og föngum.

Sólveig Anna Bóasdóttir (PhD) er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði. Hún fjallar um siðferðileg álitamál í mótun fíknistefnu.

Styrktaraðilar:

Heilbrigðisráðuneytið er aðalstyrktaraðili og ráðstefnan er einnig styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Vinnudagur Rótarinnar 13. janúar 2024

Aðalfundur Rótarinnar 2023

Tilkynning um aðalfund Rótarinnar 2023

Aðalfundur Rótarinnar verður haldinn þriðjudaginn 23. maí kl. 20, í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga. Athygli er vakin á að tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund.

Við hvetjum áhugasamar félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð með því að senda póst á netfangið rotin@rotin.is.

Frekari upplýsingar fást hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í sama netfangi eða í síma 793-0090.

Dagskrá aðalfundur:

  1. Fundur settur.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
  5. Lagabreytingar
  6. Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
  7. Kosning á skoðunaraðila reikninga.
  8. Ákvörðun félagsgjalda.
  9. Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár.
  10. Önnur mál.

Viðburðurinn er á Facebook!

Hefur þú áhuga á að starfa í ráði Rótarinnar?

Ráðið heldur vinnudag að hausti til að ræða verkefni félagsins, siðareglur og leiðarljós, sjá: https://www.rotin.is/um-rotina/leidarljos/. Ráðsfundir eru haldnir á 4-6 vikna fresti.

Félagið er með skrifstofu á Hallveigarstöðum og ráðsfundir eru haldnir þar eða á Zoom og standa yfirleitt í 1,5 klst.

Helsta starfsemi félagsins er hagsmunabarátta fyrir konur með vímuefnavanda og jaðarsettar konur og rekstur á Konukoti, neyðarskýli fyrir heimilislausar konur með samningi við Reykjavíkurborg.

Málsvarahlutverkið er aðal hlutverk Rótarinnar og við köllum okkur þekkingarmiðað félag, þ.e. við viljum vera leiðandi í því að fylgjast með nýjustu þekkingu í málaflokknum í alþjóðlegu samhengi og við erum þátttakendur í Evrópuverkefnum.

Rótin hefur staðið fyrir námskeiðum, umræðukvöldum og ráðstefnum og í haust er þriðja ráðstefnan þar sem fjallað verður um fíknistefnu.

Félagið hefur haldið á lofti mikilvægi þess að horfa á félagslegar hliðar vímuefnavanda og hefur gagnrýnt mjög líffræðilega nálgun sbr. kenninguna um vímuefnavanda sem ólæknandi heilasjúkdóm.

Á vef Rótarinnar er mikið lesefni um málefni félagsins: https://www.rotin.is/.

Markmið Rótarinnar eru:

  1. Að vera málsvari kvenna sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og að beita sér fyrir aukinni velferð og lífsgæðum þeirra.
  2. Að beita sér fyrir faglegri stefnumótun um skaðaminnkun, mannréttindi, samkenndarmiðaða nálgun og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu.
  3. Að stuðla að rannsóknum og beita sér fyrir öflun þekkingar, upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni, konum til góða.
  4. Að efla samstarf á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila og halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra.
  5. Að reka Konukot sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.

Ef þú hefur áhuga á að bjóða þig fram í ráðið máttu senda stutta kynningu á þér og þínum áherslum og mynd á rotin@rotin.is. Efnið verður notað til að kynna frambjóðendur.

Velkomið er að hafa samband við Kristínu í síma 793-0090 ef óskað er frekari upplýsinga.

Lagabreytingatillögur ráðs Rótarinnar

Ráð Rótarinnar leggur fram eftirfarandi tillögur um lagabreytingar.

Tillaga um að bæta við kaflaskiptingu:

I. kafli – nafn og markmið

____________________________________

  1. gr.

Tillaga um breytingu á 1. gr.
Núgildandi grein (leturbreytingar sýna ákvæði sem falla út eða breytast):

Félagið heitir Rótin – félag um velferð og lífsgæði kvenna. Lögheimili og varnarþing þess eru í Reykjavík.

Verði svona:

Félagið heitir Rótin. Lögheimili og varnarþing þess eru í Reykjavík.
Rótin er frjáls félagasamtök og ekki rekin í hagnaðarskyni. Allur ágóði sem kann að vera af starfsemi félagsins skal renna aftur til rekstur félagsins. Við slit skulu eignir, ef einhverjar eru, renna til styrktar neyðarskýlis fyrir heimilislausar konur og kvár.

____________________________________

  1. gr.

Tillaga um breytingu á 2. gr.
Núgildandi grein (leturbreytingar sýna ákvæði sem falla út eða breytast):

Markmið Rótarinnar er:

  1. a) Að vera málsvari kvenna sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og að beita sér fyrir aukinni velferð og lífsgæðum þeirra.
  2. b) Að beita sér fyrir faglegri stefnumótun um skaðaminnkun, mannréttindi, samkenndarmiðaða nálgun og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu.
  3. c) Að stuðla að rannsóknum og beita sér fyrir öflun þekkingar, upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða.
  4. d) Að efla samstarf á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila og halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra.
  5. e) Að reka Konukot sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.

Verði svona (án leturbreytinga):

Markmið Rótarinnar eru:

  1. a) Að vera málsvari kvenna og kvára sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og að beita sér fyrir mannréttindum og velferð þeirra.
  2. b) Að beita sér fyrir faglegri stefnumótun sem hefur að leiðarljósi skaðaminnkun, mannréttindi og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu.
  3. c) Að stuðla að rannsóknum og beita sér fyrir öflun þekkingar, upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum og kvárum til góða.
  4. d) Að efla samstarf á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila og halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við aðra.
  5. e) Að reka Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.

Trúnaður skal viðhafður um þá einstaklinga sem leita til samtakanna. Félagar, starfsfólk, sjálfboðaliðar, ráð Rótarinnar og þau sem dvelja í neyðarskýlinu eru bundin þagnarskyldu samkvæmt lögum félagsins. Þagnarskylda skal virt eftir að starfi eða dvöl í athvarfinu lýkur.

__________________________

  1. gr.

Tillaga um breytingu á 3. gr.
Núgildandi grein (leturbreytingar sýna ákvæði sem falla út eða breytast):

Félagið er opið öllum konum sem aðhyllast markmið félagsins.

Verði svona (án leturbreytinga):

Félagið er opið öllum sem aðhyllast markmið félagsins.

__________________________

  1. gr.

Tillaga um breytingu á 4. gr.
Núgildandi grein (leturbreytingar sýna ákvæði sem falla út eða breytast):

Framlög til félagsins eru öllum frjáls. Heimilt er að leggja fram stuðning og styrki til samtakanna í öðru formi en peningum og skal þess þá sérstaklega getið. Félaginu er heimilt en ekki skylt að taka við fjárframlögum, gjöfum, styrkjum eða stuðningi sem bundin er kvöðum.
Ákvörðun um móttöku skv. ákvæði þessu skal tekin af talskonu ráðsins en hún getur jafnframt ákveðið að eigin frumkvæði að fela ráði samtakanna að taka ákvörðun um móttöku í einstaka tilvikum.

Verði svona (án leturbreytinga):

Framlög til félagsins eru öllum frjáls. Heimilt er að leggja fram stuðning og styrki til samtakanna í öðru formi en peningum og skal þess þá sérstaklega getið. Félaginu er heimilt en ekki skylt að taka við fjárframlögum, gjöfum, styrkjum eða stuðningi sem bundin er kvöðum.
Ákvörðun um móttöku skv. ákvæði þessu skal tekin af framkvæmdarstýru félagsins en hún getur jafnframt ákveðið að eigin frumkvæði að fela ráði samtakanna að taka ákvörðun um móttöku í einstaka tilvikum.
Þau félagasamtök sem styðja markmið samtakanna geta orðið styrktarfélagar. Fulltrúar styrktarfélaga hafa málfrelsi og tillögurétt á félagsfundum og á aðalfundi, en ekki sérstakan atkvæðarétt.

__________________________

Tillaga um að bæta við kaflaskiptingu:

II. kafli – Aðalfundur og ráð Rótarinnar

_____________________________

  1. gr.

Tillaga um breytingu á 5. gr.
Núgildandi grein (leturbreytingar sýna ákvæði sem falla út eða breytast):

Aðalfundur félagsins skal haldinn vor hvert. Allir félagar sem skráðir hafa verið að lágmarki fimm daga í félagið hafa rétt til setu og atkvæðisrétt á fundi. Aðalfundur telst löglega boðaður ef fundarboð er sent með tölvupósti á félaga með a.m.k. tíu daga fyrirvara.

Verði svona (án leturbreytinga):
Aðalfundur félagsins skal haldinn vor hvert. Aðalfundur skal boðaður á heimasíðu Rótarinnar með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta sem og með fundarboði í tölvupósti á félaga félagsins. Í fundarboði skal koma fram hvar og hvenær fundurinn er haldinn, dagskrá fundar og heimildir félaga til þátttöku. Allir félagar sem skráðir hafa verið að lágmarki fimm daga í félagið hafa málfrelsis- og tillögurétt á aðalfundi. Þeir félagar sem hafa verið skráðir í að lágmarki mánuð hafa einnig atkvæðisrétt. Aðalfundur telst löglega boðaður ef fundarboð uppfyllir ofangreind skilyrði.

_____________________________

  1. gr.

Tillaga um breytingu á 6. gr.
Núgildandi grein (leturbreytingar sýna ákvæði sem falla út eða breytast):

Tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Lagabreytingarnar teljast samþykktar ef 2/3 hluti félaga sem sækja aðalfund samþykkja breytingarnar. Dagskrá aðalfundar er:

  1. Fundur settur.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
  5. Lagabreytingar
  6. Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
  7. Kosning á skoðunaraðilum reikninga.
  8. Ákvörðun félagsgjalda.
  9. Tillaga ráðs um starfsreglur og starfsáætlun næsta starfsár.
  10. Önnur mál.

Verði svona (án leturbreytinga):
Tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Lagabreytingarnar teljast samþykktar ef 2/3 hluti félaga sem sækja aðalfund samþykkja breytingarnar

_____________________________

  1. gr.

Tillaga um breytingu á 7. gr.
Núgildandi grein verður gr. 10 hér eftir, með breytingum:

Reikningsár félagsins er 1. janúar til 31. desember. Á aðalfundi skal kjósa einn skoðunaraðila reikninga. Ráð félagsins leggur fram tillögu um félagsgjöld á aðalfundi félagsins.

Verði svona, (án leturbreytinga):
Dagskrá aðalfundar er:

  1. Fundur settur.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og gengið til atkvæða um þá.
  5. Lagabreytingar
  6. Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð.
  7. Kosning á skoðunaraðilum reikninga.
  8. Ákvörðun félagsgjalda.
  9. Tillaga ráðs um starfsreglur og starfsáætlun næsta starfsár.
  10. Önnur mál.

Halda skal fundargerð um það sem fer fram á aðalfundi og allar bókanir, ályktanir, ákvarðanir og niðurstöður aðalfundar skráðar sérstaklega.

_____________________________

  1. gr.

Tillaga um breytingu á 8. gr.
Núgildandi grein verður að gr. 11.

Tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Lagabreytingarnar teljast samþykktar ef 2/3 hluti félaga sem sækja aðalfund samþykkja breytingarnar.

Verði svona (án leturbreytinga):
Eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund skal ráð Rótarinnar skipa tvo aðila í framboðsnefnd sem tryggir framboð til ráð Rótarinnar og tekur á móti framboðstilkynningum. Félagar Rótarinnar geta skilað tillögum sínum til uppstillingarnefndar. Ráð Rótarinnar skal setja uppstillingarnefnd starfsreglur og skulu þær endurskoðaðar árlega.

__________________________

  1. gr.

Tillaga um breytingu á 9. gr.
Núgildandi grein (leturbreytingar sýna ákvæði sem falla út eða breytast):

Rótinni má slíta með ákvörðun 2/3 hluta félaga á aðalfundi eða félagsfundi. Náist ekki tilskilin félagafjöldi á aðalfundi/félagsfundi má halda framhaldsfund og þarf þá 2/3 hluti fundaraðila að samþykkja slit til að félaginu teljist slitið. Við slit félagsins skulu eignir, ef einhverja eru, renna til rannsókna sem stuðla að bættum hag kvenna með vímuefnavanda. Stofnaður verði sjóður í samstarfi við Háskóla Íslands til úthluta fénu eða halda utan um rannsóknir á félagslegum þáttum vímuefnavanda kvenna og kvára.

Gr. 9 verður að gr. 14 með breytingum:

_____________________________

Eftirfarandi greinar ýmist bætast við lög félagsins eða fá nýtt númer:

  1. gr.

Á aðalfundi skulu kosnir fimm félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir tveir varafulltrúar í ráð félagsins. Þá skulu tveir skoðunaraðilar reikninga vera kosnir og einn til vara. Ráð Rótarinnar starfar skv. starfsreglum og starfsáætlun sem endurskoðaðar skulu árlega á aðalfundi.
Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallarmarkmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins.
Ráð Rótarinnar skal halda fyrsta fund innan tveggja vikna frá aðalfundi. Þar skal ráð skipta með sér verkum að öðru leyti en því sem aðalfundur ákveður. Ráðið skipar sér formann, varaformann, ritara, gjaldkera og einn meðstjórnanda. Ráðskonur skulu kynnar sér lög samtakanna og starfa eftir þeim.
Stjórn samtakanna veitir prókúruumboð fyrir hönd samtakanna. Formaður borðar stjórnarfundi, undirbýr þá og stýrir þeim. Varaformaður tekur við verkefnum formanns í fjarveru hans og annast félagatal. Ritari heldur gerðabók ráðs. Gjaldkeri er upplýstur um fjárhagsstöðu félagsins, veitir aðhald í fjármálum og fer yfir ársreikninga á aðalfundi og svarar fyrirspurnum um reikninga og fjárreiður félagsins. Félagar Rótarinnar geta snúið sér til trúnaðarfulltrúa varðandi mál er varða starfsemi samtakanna. Trúnaðarfulltrúa ber skylda að beina þeim málum sem upp koma í réttan farveg í samráði við tilkynnanda. Ráð Rótarinnar ákveður hlutverk meðstjórnanda.
Ráð skal funda að lágmarki sex sinnum á ári. Varafulltrúar hafa rétt til setu á stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétt en hafa eingöngu atkvæðarétt í fjarveru aðalfulltrúa. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir. Á ráðsfundum ræður einfaldur meirihluti atkvæða ef greidd skulu atkvæði um mál.

  1. gr. (Áður 7. gr. )

Reikningsár félagsins er 1. janúar til 31. desember. Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunaraðila reikninga. Ráð félagsins leggur fram tillögu um félagsgjöld á aðalfundi félagsins.

  1. gr. (Áður 8. gr. )

Tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Lagabreytingarnar teljast samþykktar ef 2/3 hluti félaga sem sækja aðalfund samþykkja breytingarnar.

III. Kafli – Hagsmunaárekstrar

  1. gr.

Komi upp hagsmunaárekstrar sem hamli ráðskonum í ráði Rótarinnar í sínum verkefnum hefur meirihluti ráðsins leyfi til að vísa verkefni tímabundið til annars aðila innan Rótarinnar. Ráð Rótarinnar metur hverju sinni hvað teljist til hagsmunaárekstra og skulu leiðbeiningar nánar útfærðar í starfsreglum Rótarinnar.

Ráð Rótarinnar tekur við skriflegum ábendingum frá félögum Rótarinnar um hagsmunaárekstra.

IV. kafli – Framkvæmdarstýra Rótarinnar

  1. gr.

Ráð Rótarinnar ræður framkvæmdastýru, ákveður starfskjör hennar og getur veitt henni prófkúruumboð fyrir hönd Rótarinnar.
Framkvæmdastýra ber ábyrgð gagnvart ráði Rótarinnar og framfylgir stefnu og ákvörðunum stjórnar. Framkvæmdastýra annast daglegan rekstur samtakanna og kemur fram fyrir hönd þeirra í öllum málum sem varða daglegan rekstur.
Framkvæmdastýra annast reikningshald og önnur mannaforráð í samráði við ráð Rótarinnar. Framkvæmdastýra á alla jafna sæti á ráðsfundum með málfrelsis- og tillögurétt. Henni ber að veita ráði Rótarinnar, skoðunaraðilum og/eða endurskoðendum allar upplýsingar um rekstur samtakanna sem óskað kann eftir.

  1. Kafli – Slit félagsins
  2. gr. (Áður 9. gr.)

Rótinni má slíta með ákvörðun 2/3 hluta félaga á aðalfundi eða félagsfundi. Náist ekki tilskilin félagafjöldi á aðalfundi/félagsfundi má halda framhaldsfund og þarf þá 2/3 hluti fundaraðila að samþykkja slit til að félaginu teljist slitið.