Category Archives: Grein

Að fyrirgefa – eða ekki

Tilefni þessara greinaskrifa er fyrirlestur Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger ásamt bók þeirra, Handan fyrirgefningar. Tom nauðgaði Þórdísi Elvu þegar hún var unglingur. „Er ekki kominn tími til að fyrirgefa honum?“ Marie M. Fortune, guðfræðingur og sérfræðingur í kynferðisofbeldi, segir að spurningin geti valdið sektarkennd hjá þolandaum. Þörfin eða löngunin til að fyrirgefa verður…Nánar

Heggur sá er hlífa skyldi? – Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Við Rótarkonur vitum af eigin raun að fjölmiðlar vilja gjarnan fá fólk í viðtöl til að segja reynslusögur. Þær vekja oft mikla athygli og því er freistandi að finna viðmælenda, enda er tilgangurinn góður. Á sama tíma fylgir því ónotatilfinning að ýta fólki inn í kastljós fjölmiðla til að tjá sig um erfiða lífsreynslu, ofneyslu…Nánar

Framtíð fíknimeðferðar

16.11.2016 Meðferð við fíknivanda á Íslandi er að mestu í höndum einkaaðila og frjálsra félagasamtaka og þjónusta Landspítala er eingöngu ætluð fólki með tvíþættan vanda, alvarleg geðræn vandamál og fíknivanda. Hið opinbera hefur ekki mótað neina stefnu né gefið út klínískar leiðbeiningar um fíknimeðferð og hefur því í rauninni látið einkaaðilum það eftir að móta…Nánar

Hliðarveruleiki allsgáðra blaðamanna

Í Fréttatímanum í dag (3. september 2016) skrifar Gunnar Smári Egilsson grein um uppsetningu söng­leiksins Djöflaeyjunnar, sem byggð er á samnefndri bók Einars Kárasonar. Í hliðarramma er svo hugleiðing um framsetningu alkans í skáldskap, út frá persónu Bóbós í verkinu. Í þessum hliðarramma birtist hefðbundin varnarræða fyrir sjúkdómskenninguna um fíkn. Gunnar Smári ber þar á…Nánar

Ekkert örreytiskot

4.8.2016 Flest okkar eiga erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig það er að eiga hvergi heima, helst líkist það því að vera flóttamaður í eigin landi. Við getum samt rétt ímyndað okkur hvað það eru þung spor að þiggja þjónustu Konukots í fyrsta sinn. Konukot er skaðaminnkandi úrræði fyrir heimilislausar konur sem rekið…Nánar

Hvað er að hjá SÁÁ?

Umræða um fíkn hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim árum sem liðin eru frá því að Rótin var stofnuð enda er löngu tímabært að endurskoða íslenska meðferðarkerfið. Á innan við ári hafa tveir alþjóðlegir fyrirlesarar í fremstu röð heimsótt Ísland og fjallað um tengsl fíknar og áfalla. Stephanie Covington, frumkvöðull á sviði áfallameðvitaðrar meðferðar við…Nánar

Samtal um sálgreiningu og fíkn

Samtal um sálgreiningu og fíkn

Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, var í föstudagsviðtali Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur á Vísir.is hinn 20. maí 2016. Sæunn hefur ýmislegt áhugavert til málanna að leggja um fíknivanda og meðferð við honum og því fengum við Rótarkonur góðfúslegt leyfi til að birta þann hluta viðtalsins sem fjallar um fíkn á vefnum okkar. Það skal tekið fram…Nánar

Fíknivandi kvenna og meðferð við honum

30. janúar 2016 Talskona Rótarinnar, Kristín I. Pálsdóttir, hefur skrifað grein í 44. árg. tímarits Geðverndarfélags Íslands sem kom út nú eftir áramót. Þar fer hún yfir stöðu mála í framboði á meðferð fyrir fólk með fíknivanda, kenningar um fíkn og meðferðarúrræði og um nýlega gagnrýni á heilasjúkdómskenninguna um fíkn. Einnig fjallar hún um þær…Nánar

Hagnýt ráð til þolenda ofbeldis

Hagnýt ráð til þolenda ofbeldis

3. desember 2015 Rótin fagnar aukinni umræðu um kynferðisbrot í samfélaginu, ekki síst þeirri sem snýr að valdeflingu þolenda. Þar má nefna Druslugöngu, Free the Nipple- og Beauty tips-byltingar þar sem þöggun, vinnubrögð lögreglu og refsileysi er mótmælt. Kynferðislegt ofbeldi skilur hins vegar eftir sig djúp spor sem oft getur verið betra að vinna með…Nánar

Að deila reynslu sinni á opinberum vettvangi

Að deila reynslu sinni á opinberum vettvangi

26. nóvember 2015 Þögnin sem ríkti um kynferðisafbrot hefur verið rofin með byltingu. Þolendur slíkra glæpa finna styrkinn í samstöðunni og stuðningnum sem þeir fá þegar þeir segja frá. Rótin fagnar þessu og ekki síst því sem snýr að valdeflingu þolenda. Hagnýtar leiðbeiningar Rótin telur gríðarlega mikilvægt að stuðla að uppbyggilegri umræðu um kosti þess…Nánar