Category Archives: Grein

Óskalistinn

Rótin fór í heimsókn á Vog sumarið 2017 og sendi í kjölfarið óskalista sinn á yfirmenn stofnunarinnar. Sjá: http://www.rotin.is/oskalisti-rotarinnar/. Sá listi var miðaður að starfi SÁÁ en nú höfum við búið til almennan lista þar sem við setjum fram nokkra þætti sem gott er að séu til staðar í fíknimeðferð.

  1. Meðferðarstofnun er öruggur staður fyrir konur en ekki staður til að æfa sig í uppbyggilegum samskiptum við hitt kynið
  2. Jafnréttisáætlun er mikilvægt verkfæri til að vinna að kynjajafnrétti
  3. Kynjasjónarmið í meðferð þurfa að byggja á sérþekkingu. Kynjaskipting, kynjamiðun og klínískar leiðbeiningar eru til staðar
  4. Viðmið og verklagsreglur um kynferðislegt áreiti og ofbeldi eru virkar
  5. Meðferðin er áfalla- og einstaklingsmiðuð
  6. Frásagnir kvenna sem greina frá kynferðisofbeldi eða áreitni í meðferð eru teknar alvarlega
  7. „Konur meðhöndla konur“ er besta viðmið fyrir konur með áfallasögu. Konum er svo vísað í viðeigandi úrræði
  8. Meðferð og afvötnun á dagdeild eða göngudeild er aðgengileg þeim sem það hentar. Engin ein meðferð hentar öllum
  9. AA-samtökin eru kynnt á upplýstan hátt og samkvæmt bestu þekkingu. Konum sem kjósa að fara AA-fundi er bent á kosti þess að sækja kvennafundi
  10. Menntun starfsmanna er í samræmi við kröfur í nútíma heilbrigðisþjónustu

Af hverju er fyrirgefning ofmetin?

Ef þú hefur lesið þér eitthvað til um sálfræði, eða hlustað á sálfræðilegt efni, lesið sjálfshjálparbækur eða hlustað á gúrúa, hefur þú sennilega heyrt á það minnst. F-orðið. Í því liggur svarið. Lykillinn að upplýsingunni, lykillinn að því að verða betri manneskja. Ef við fyrirgefum ekki breytumst við í ólgandi reiða eldhnetti, föst í sjálfheldu…Nánar

En það kom ekki fyrir mig!

Vill SÁÁ ekki gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi sjúklinga sinna? spyrja konur sem sitja í ráði og vararáði Rótarinnar. Ef SÁÁ ætli að taka frásagnir kvenna af meðferðinni alvarlega þurfi samtökin að ráðast í allsherjarúttekt á starfseminni. Í jafnréttislögum séu skýrar skilgreiningar á kynferðisáreitni sem samtökin ættu að miða…Nánar

Tilfinningaleg vandamál kvenna í áfengismeðferð

Eftirfarandi grein eftir Ásu Guðmundsdóttur, sálfræðing, birtist upphaflega í bókinni Íslenskar kvennarannsóknir sem kom út á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum árið 1997 í ritstjórn Helgu Kress og Rannveigar Traustadóttur. Hún birtist hér með góðfúslegu leyfi Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK. Hún er einnig í PDF-skjali í viðhengi hér. Eftir því sem næst verður komist er hér um…Nánar

Óskalisti Rótarinnar

29. ágúst 2017 Ráði Rótarinnar var fyrir skemmstu boðið til fundar á Vogi þar sem þær Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir og framkvæmdastjóri lækninga, Þóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur og Erla Björg Sigurðardóttir, stjórnarkona í SÁÁ, tóku á móti okkur. Við fengum kynnisferð um sjúkrahúsið og áttum mjög gott samtal um konur og fíknivanda. Það…Nánar

Að fyrirgefa – eða ekki

Tilefni þessara greinaskrifa er fyrirlestur Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger ásamt bók þeirra, Handan fyrirgefningar. Tom nauðgaði Þórdísi Elvu þegar hún var unglingur. „Er ekki kominn tími til að fyrirgefa honum?“ Marie M. Fortune, guðfræðingur og sérfræðingur í kynferðisofbeldi, segir að spurningin geti valdið sektarkennd hjá þolandaum. Þörfin eða löngunin til að fyrirgefa verður…Nánar

Heggur sá er hlífa skyldi? – Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Við Rótarkonur vitum af eigin raun að fjölmiðlar vilja gjarnan fá fólk í viðtöl til að segja reynslusögur. Þær vekja oft mikla athygli og því er freistandi að finna viðmælenda, enda er tilgangurinn góður. Á sama tíma fylgir því ónotatilfinning að ýta fólki inn í kastljós fjölmiðla til að tjá sig um erfiða lífsreynslu, ofneyslu…Nánar

Framtíð fíknimeðferðar

16.11.2016 Meðferð við fíknivanda á Íslandi er að mestu í höndum einkaaðila og frjálsra félagasamtaka og þjónusta Landspítala er eingöngu ætluð fólki með tvíþættan vanda, alvarleg geðræn vandamál og fíknivanda. Hið opinbera hefur ekki mótað neina stefnu né gefið út klínískar leiðbeiningar um fíknimeðferð og hefur því í rauninni látið einkaaðilum það eftir að móta…Nánar

Ekkert örreytiskot

4.8.2016 Flest okkar eiga erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig það er að eiga hvergi heima, helst líkist það því að vera flóttamaður í eigin landi. Við getum samt rétt ímyndað okkur hvað það eru þung spor að þiggja þjónustu Konukots í fyrsta sinn. Konukot er skaðaminnkandi úrræði fyrir heimilislausar konur sem rekið…Nánar

Hvað er að hjá SÁÁ?

Umræða um fíkn hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim árum sem liðin eru frá því að Rótin var stofnuð enda er löngu tímabært að endurskoða íslenska meðferðarkerfið. Á innan við ári hafa tveir alþjóðlegir fyrirlesarar í fremstu röð heimsótt Ísland og fjallað um tengsl fíknar og áfalla. Stephanie Covington, frumkvöðull á sviði áfallameðvitaðrar meðferðar við…Nánar