Category Archives: Fréttatilkynning

Erindi til Embættis landlæknis vegna gæða og öryggis í meðferð

Reykjavík 9. júní 2017

Áhyggjur Rótarinnar af gæðum og öryggi í meðferð

Eitt af aðalbaráttumálum Rótarinnar, og ein aðalástæða þess að félagið var stofnað, eru bætt gæði og öryggi kvenna og barna í meðferðarkerfinu. Embætti landlæknis er þetta vel kunnugt þar sem félagið hefur sent embættinu, og öðrum yfirvöldum, fjölda erinda þar að lútandi. Einnig heimsóttu ráðskonur embættið 29. október 2015 og kynntu baráttumál félagsins fyrir landlækni og fleiri starfsmönnum. Þar greindum við frá áhyggjum okkar af því að ekki væri nógu faglega staðið að viðbrögðum við kynferðisáreiti í meðferðarstarfi SÁÁ og að konur hefðu haft samband við félagið sem teldu að þeim hafi verið refsað fyrir slíkar kvartanir með því að vera vísað úr meðferð.Nánar

Styrkir til ritunar meistaraprófsritgerða um konur og fíkn

Veittir verða þrír styrkir úr fræðslusjóði Rótarinnar á skólaárinu 2017-2018 til að stuðla að rannsóknum sem tengjast fíknivanda kvenna. Styrkirnir eru ekki bundnir við tilteknar fræðigreinar. Styrkirnir verða veittir til einstaklinga sem vinna að lokaverkefni til meistaranáms, að lágmarki 30 ETCS einingar, við íslenska eða erlenda háskóla. Hver styrkur nemur 100.000 krónum og verður styrkur…Nánar

Ráðið skiptir með sér verkum

Fyrsti fundur nýkjörins ráðs Rótarinnar 2017-2018 var haldinn 31. maí 2017 og  skipti ráðið með sér verkum. Kristín I. Pálsdóttir var endurkjörin talskona félagsins og Árdís Þórðardóttir endurkjörin í embætti gjaldkera. Margrét Valdimarsdóttir var svo kjörin ritari. Á myndinni má sjá núverandi ráð félagsins í þessari röð: Margrét Valdimarsdóttir, Árdís Þórðardóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir,…Nánar

Tvær nýjar konur í ráði Rótarinnar

Aðalfundur Rótarinnar var haldinn þriðjudaginn 16. maí 2017, kl. 20, í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum. Kristín I. Pálsdóttir, talskona félagsins, kynnti skýrslu ráðsins fyrir liðið starfsár. Stærsti viðburður ársins var málþingið „Heggur sá er hlífa skyldi?“ Málþing um samfélagslega ábyrgð gagnvart þolendum kynbundins ofbeldis sem haldið var föstudaginn 4. nóvember. Boðið var upp á námskeið um áföll…Nánar

Ályktun um stefnuleysi í meðferðarstarfi á Íslandi

Rótin er félag um málefni kvenna með áfengis-, fíkni- og geðrænan vanda. Eitt af meginmarkmiðum félagsins er að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið hefur verið í samskiptum við yfirvöld og beitt sér fyrir faglegri nálgun á meðferð við fíkn og hefur sent fjölda…Nánar

Heggur sá er hlífa skyldi – Ályktun

Heggur sá er hlífa skyldi – Ályktun

24. september 2016 Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – lýsir undrun og vanþóknun á framgöngu dómstóla og fjölmiðla í kjölfar nauðgunarmáls sem upp kom í Vestmannaeyjum um liðna helgi. Skemmst er þess að minnast að lögregla í Vestmannaeyjum taldi tölfræðiupplýsingar um kynferðisbrot of persónuleg gögn til að birta opinberlega. Nú…Nánar

Kynferðisbrot – Þöggun eða opinberar upplýsingar?

Kynferðisbrot – Þöggun eða opinberar upplýsingar?

Rótin sendi frá sér eftirfarandi ályktun í dag, föstudaginn 22. júlí 2016: Kynferðisbrot – Þöggun eða opinberar upplýsingar?   Um þessar mundir er mikil umræða um hvort eða hvernig skuli birta upplýsingar um kynferðisbrot. Af því tilefni bendir Rótin á bækling sem félagið gaf út á síðasta ári þar sem brotaþolum er leiðbeint um samskipti…Nánar

Aðalfundur, lagabreyting og nýtt ráð

Aðalfundur, lagabreyting og nýtt ráð

17. maí 2016 Aðalfundur Rótarinnar var haldinn miðvikudaginn 11. maí og fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf. Áætlað hafði verið að Sólveig Anna Bóasdóttir héldi erindi en því var frestað. Hápunkturinn á þriðja starfsári félagsins var ráðstefna um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin var 1.-2. september á Grand hóteli í Reykjavík í samstarfi Rótarinnar, rannsóknastofnunar…Nánar

Fréttatilkynning – Fundur með Óttari Guðmundssyni

Óttar Guðmundsson, geðlæknir, hafði samband við ráðskonur Rótarinnar í vikunni og óskaði eftir fundi, í kjölfar þess að Rótin sendi erindi á siðanefnd Læknafélags Íslands, vegna ummæla hans í viðtali í Fréttablaðinu. Í dag, uppstigningardag, fóru undirrituð og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, ráðskona, á fund Óttars þar sem við ræddum saman af hreinskilni. Óttar tjáði okkur…Nánar

Umsögn til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna

Umsögn til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna

25. maí 2016 Nú stendur yfir úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, á ensku Universal Periodic Review, UPR. Tilgangurinn er að kalla fram bæði það sem vel er gert og það sem betur má fara í mannréttindamálum aðildarríkjanna og sík úttekt var gerð á Íslandi árið 2011. Lögð er áhersla á það að…Nánar