Category Archives: Fréttatilkynning

Bréf til stjórnanda þáttarins Í vikulokin á Rás 1

Undanfarið hefur DV fjallað í mörgum greinum um alvarlegt ástand mála á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Laugardaginn 10. febrúar var svo fjallað um málið í þættinum Í vikulokin á Rás 1 undir stjórn Helga Seljan. Talsvert vantaði á í þeirri umfjöllun að ástand mála í Krýsuvík væri sett í samhengi við ástand mála í meðferðargeiranum og ekkert var minnst á #metoo-byltinguna sem svo sannarlega tengist umræðuefninu. Við sendum Helga því bréf til að vekja athygli ríkisfjölmiðilssins á samhengi hlutanna.

Sæll Helgi.

Ég heyrði umræðu um hið alvarlega ástand sem nú ríkir í Krýsuvík í þættinum Vikulokunum í gær. Ég saknaði þess að málið væri sett í rétt samhengi við #metoo-byltinguna og ötula baráttu okkar Rótarkvenna undanfarin fimm ár.

Við Rótarkonur höfum sent urmul erinda til yfirvalda vegna þess að konur og börn/ungmenni eru ekki örugg í meðferð við fíkn hér á landi og í nóvember sl. sendum við félagsmála- og jafnréttisráðherra erindi vegna staðfestra frétta af áreitni gegn konum í meðferð í Krýsuvík: http://www.rotin.is/areitni-a-medferdarstodvum/. Við ítrekuðum erindið í janúar en höfum ekki fengið nein viðbrögð frá ráðherra.

Einnig sendum við frá okkur fréttatilkynningu vegna undarlegrar yfirlýsingar Krýsuvíkursamtakanna þar sem engin ábyrgð var öxluð á þeirri alvarlegu stöðu sem þar er: http://www.rotin.is/ad-benda-a-eitthvad-annad/.

Það er okkar von að sú vakning sem átt hefur sér stað um kynferðisáreitni og -ofbeldi með #MeToo-byltingunni verði til þess að stjórnvöld fari að hlusta á vel rökstuddan málflutning félagsins og að umburðarlyndi gagnvart misbeitingu valds gegn þeim valdalitla hópi sem þarf að reiða sig á meðferðarkerfið sé nú þrotið hjá yfirvöldum.

Hér má lesa úttekt Embættis landlæknis á helstu meðferðarstöðvum frá árinu 2016 en niðurstöður úttektanna ríma vel við ábendingar Rótarinnar um skort á gæðum og stefnumótun í geiranum:

Krýsuvík:

Vogur:

Hlaðgerðarkot:

Rótin fjallar ítarlega um stöðu mála í meðferð í greinargerð sinni til heilbrigðisráðherra frá því í júní í fyrra: http://www.rotin.is/greinargerd-til-heilbrigdisradherra/.

Bestu kveðjur,

Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar

Nánar

… að benda á eitthvað annað

Eftirfarandi tilkynning var send á fjölmiðla 28. janúar 2018: Rótin hefur síðastliðin fimm ár margítrekað krafist þess að öryggi kvenna í fíknimeðferðarkerfinu sé tryggt og sent fjölda erinda til yfirvalda með óskum um úrbætur. Ríkar ástæður eru fyrir þessum kröfum félagsins. Konur sem eiga alvarlega áfalla- og ofbeldissögu eru ekki daglegir gestir á síðum fjölmiðla…Nánar

Óskalistinn

Rótin fór í heimsókn á Vog sumarið 2017 og sendi í kjölfarið óskalista sinn á yfirmenn stofnunarinnar. Sjá: http://www.rotin.is/oskalisti-rotarinnar/. Sá listi var miðaður að starfi SÁÁ en nú höfum við búið til almennan lista þar sem við setjum fram nokkra þætti sem gott er að séu til staðar í fíknimeðferð. Meðferðarstofnun er öruggur staður fyrir konur…Nánar

Fyrsta úthlutun úr fræðslusjóði Rótarinnar

Úthlutað var úr fræðslusjóði Rótarinnar í fyrsta sinn í dag, 31. október 2017, og voru veittir þrír 100.000 kr. styrkir til meistaranema til ritunar lokaverkefna. Í valnefnd sjóðsins sitja Kristínu I. Pálsdóttur, talskona Rótarinnar og Margréti Valdimarsdóttur, ritari Rótarinnar ásamt Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni sjóðsstjórnarinnar, sem afhenti viðurkenningarnar í dag. Styrkþegarnir eru allar nemar, annars vegar í…Nánar

Áfallamiðað jóga

Rótin styður félaga á lokað námskeið í áfallamiðuðu jóga. Námskeiðið hentar þeim sem hafið hafa bataferli vegna fíknar og eru með áfallasögu. Áfallamiðað jóga hentar einstaklingum sem hafa upplifað áföll og lifa með afleiðingum þess. ÁMJ er ætlað einstaklingum sem hafa orðið fyrir flóknum áföllum og er sérstaklega þróað með þá í huga. Flókin áföll…Nánar

Konur, áföll og fíkn. Betri stefnumótun, gæðaeftirlit og úrræði

Rótin býður frambjóðendum á umræðukvöld hinn 18. október kl. 20-21.30 í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Mikil umræða hefur verið um málefni fólks með fíknivanda undanfarin misseri með fullri þátttöku Rótarinnar sem staðið hefur að fjölda umræðukvölda, haldið málþing og ráðstefnu, sent erindi til stjórnvalda, skrifað greinar og haldið uppi umræðum á samfélagsmiðlum,…Nánar

Sláandi niðurstöður um reynslu kvenna af fíknimeðferð

Fréttatilkynning Talskona Rótarinnar, Kristín I. Pálsdóttir, kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknar á reynslu kvenna af fíknimeðferð á ráðstefnu SÁÁ í dag, mánudaginn 2. október. Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í reynslu kvenna af meðferðarúrræðum og upplýsingar um líðan þeirra og öryggi í meðferð. Enn fremur að skoða sögu kvennanna með sérstöku tilliti til erfiðrar upplifunar…Nánar

Erindi til Embættis landlæknis vegna gæða og öryggis í meðferð

Reykjavík 9. júní 2017 Áhyggjur Rótarinnar af gæðum og öryggi í meðferð Eitt af aðalbaráttumálum Rótarinnar, og ein aðalástæða þess að félagið var stofnað, eru bætt gæði og öryggi kvenna og barna í meðferðarkerfinu. Embætti landlæknis er þetta vel kunnugt þar sem félagið hefur sent embættinu, og öðrum yfirvöldum, fjölda erinda þar að lútandi. Einnig…Nánar

Styrkir til ritunar meistaraprófsritgerða um konur og fíkn

Veittir verða þrír styrkir úr fræðslusjóði Rótarinnar á skólaárinu 2017-2018 til að stuðla að rannsóknum sem tengjast fíknivanda kvenna. Styrkirnir eru ekki bundnir við tilteknar fræðigreinar. Styrkirnir verða veittir til einstaklinga sem vinna að lokaverkefni til meistaranáms, að lágmarki 30 ETCS einingar, við íslenska eða erlenda háskóla. Hver styrkur nemur 100.000 krónum og verður styrkur…Nánar

Ráðið skiptir með sér verkum

Fyrsti fundur nýkjörins ráðs Rótarinnar 2017-2018 var haldinn 31. maí 2017 og  skipti ráðið með sér verkum. Kristín I. Pálsdóttir var endurkjörin talskona félagsins og Árdís Þórðardóttir endurkjörin í embætti gjaldkera. Margrét Valdimarsdóttir var svo kjörin ritari. Á myndinni má sjá núverandi ráð félagsins í þessari röð: Margrét Valdimarsdóttir, Árdís Þórðardóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir,…Nánar