Undanfarið hefur DV fjallað í mörgum greinum um alvarlegt ástand mála á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Laugardaginn 10. febrúar var svo fjallað um málið í þættinum Í vikulokin á Rás 1 undir stjórn Helga Seljan. Talsvert vantaði á í þeirri umfjöllun að ástand mála í Krýsuvík væri sett í samhengi við ástand mála í meðferðargeiranum og ekkert var minnst á #metoo-byltinguna sem svo sannarlega tengist umræðuefninu. Við sendum Helga því bréf til að vekja athygli ríkisfjölmiðilssins á samhengi hlutanna.

Sæll Helgi.

Ég heyrði umræðu um hið alvarlega ástand sem nú ríkir í Krýsuvík í þættinum Vikulokunum í gær. Ég saknaði þess að málið væri sett í rétt samhengi við #metoo-byltinguna og ötula baráttu okkar Rótarkvenna undanfarin fimm ár.

Við Rótarkonur höfum sent urmul erinda til yfirvalda vegna þess að konur og börn/ungmenni eru ekki örugg í meðferð við fíkn hér á landi og í nóvember sl. sendum við félagsmála- og jafnréttisráðherra erindi vegna staðfestra frétta af áreitni gegn konum í meðferð í Krýsuvík: https://www.rotin.is/areitni-a-medferdarstodvum/. Við ítrekuðum erindið í janúar en höfum ekki fengið nein viðbrögð frá ráðherra.

Einnig sendum við frá okkur fréttatilkynningu vegna undarlegrar yfirlýsingar Krýsuvíkursamtakanna þar sem engin ábyrgð var öxluð á þeirri alvarlegu stöðu sem þar er: https://www.rotin.is/ad-benda-a-eitthvad-annad/.

Það er okkar von að sú vakning sem átt hefur sér stað um kynferðisáreitni og -ofbeldi með #MeToo-byltingunni verði til þess að stjórnvöld fari að hlusta á vel rökstuddan málflutning félagsins og að umburðarlyndi gagnvart misbeitingu valds gegn þeim valdalitla hópi sem þarf að reiða sig á meðferðarkerfið sé nú þrotið hjá yfirvöldum.

Hér má lesa úttekt Embættis landlæknis á helstu meðferðarstöðvum frá árinu 2016 en niðurstöður úttektanna ríma vel við ábendingar Rótarinnar um skort á gæðum og stefnumótun í geiranum:

Krýsuvík:

Vogur:

Hlaðgerðarkot:

Rótin fjallar ítarlega um stöðu mála í meðferð í greinargerð sinni til heilbrigðisráðherra frá því í júní í fyrra: https://www.rotin.is/greinargerd-til-heilbrigdisradherra/.

Bestu kveðjur,

Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar

 

Share This