Helga Þórðardóttir

Á næsta umræðukvöldi Rótarinnar, miðvikudaginn 17. október kl. 20:-21:30, heldur gestur okkar Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi MA, fjölskyldufræðingur, kennari og handleiðari, erindi um átraskanir og fíkn.

Í erindinu fer Helga í helstu einkenni átraskana, orsakir og hliðarverkanir og hver áhrif sjúkdómsins eru á fjölskyldu þeirra sem veikjast og aðra nákomna, hvað sé í boði fyrir þau sem kljást við átröskun á Íslandi, hvernig þau komast í meðferð og hvort að einhver séu tengsl á milli átraskana og fíknisjúkdóma?

Helga lauk starfsréttindum í félagsráðgjöf í Svíþjóð auk þess sem hún hefur stundað nám í Hollandi, Bandaríkjunum auk náms hér á Íslandi. Hún hefur starfað, má segja, á í velferðarkerfinu, heilbrigðis- og félagslega kerfinu, og skólakerfinu en starfar nú í átröskunarteymi á geðdeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss ásamt því að vera sjálfstætt starfandi. Einnig er Helga kennslustjóri og handleiðari í MA-námi í fjölskyldumeðferð í Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.

Umræðukvöld Rótarinnar eru öllum opin, boðið er upp á te og kaffi sem er fjármagnað með samskotum. Munið eftir klinkinu eða leggið inn á reikning Rótarinnar: Kt. 500513-0470, bankanr. 0101 -26-011472.

Viðburðurinn er á Facebook!

Umræðukvöldið er haldið í Kvennaheimilinu, Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Share This