Miðvikudaginn 11. maí kl. 20 verður aðalfundur Rótarinnar í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið.

Við hvetjum áhugasaman félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð, þeim er bent á að hafa samband við Kristínu ráðskonu í netfanginu rotin@rotin.is eða í síma 893-9327.

Erindi aðalfundar verður í höndum Sólveigar Önnu Bóasdóttur og nefnist: „Fagmennska, starfsgrein og siðfræði“.

Sólveig Anna er er prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands í guðfræðilegri siðfræði.

Dagskrá aðalfundur:

Fundur settur
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár
Reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir
Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð
Kosning á skoðunaraðila reikninga
Ákvörðun félagsgjalda
Lagabreytingar
Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár
Önnur mál
Fundarslit

Tillögur um lagabreytingar skulu berast eigi síðar en 6. maí 2016.
Allir, konur og karlar, eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar!

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook!

Share This