Aðalfundur Rótarinnar verður haldinn fimmtudaginn 9. maí kl. 20 í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga.

Við hvetjum áhugasamar félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð með því að senda póst á netfangið rotin@rotin.is. Frekari upplýsingar fást hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í sama netfangi eða í síma 893-9327.

„Frelsið er að skammast sín ekki fyrir sjálfan sig“

Guðbrandur Árni Ísberg, sérfræðingur í klínískri sálfræði, heldur erindi strax og aðalfundarstörfum lýkur. Á vormánuðum 2019 kemur út önnur bók Guðbrandar Skömmin – úr vanmætti í sjálfsöryggi um skammartilfinningar, birtingarmyndir þeirra og meðferðarúrræði og ætlar Guðbrandur Árni að fjalla um efni bókarinnar í erindinu: „Frelsið er að skammast sín ekki fyrir sjálfan sig“.

Guðbrandur lauk embættisprófi í sálarfræði frá Árósarháskóla árið 1999 og seinna framhaldsnámi í hugrænni atferlismeðferð, í taugavísindum mannlegra tengsla, auk fjölda námskeiða. Í Danmörku starfaði Guðbrandur á meðferðarstofnun fyrir traumatíserað flóttafólk og seinna á fjölskyldumeðferðarstofnun. Hann er nú sjálfstætt starfandi en hefur á Íslandi auk þess starfað í Forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sem skólasálfræðingur hjá Reykjanesbæ. Fyrsta bók Guðbrandar Í nándinni – innlifun og umhyggja kom út hjá 2013.

Guðbrandur verður með bókina til sölu á 4.000 kr. á fundinum.

Dagskrá aðalfundur:

  • Fundur settur
  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár
  • Reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir
  • Kosning aðal- og varafulltrúa í ráð
  • Kosning á skoðunaraðila reikninga
  • Ákvörðun félagsgjalda
  • Lagabreytingar
  • Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsár
  • Önnur mál
  • Fundarslit

Tillögur um lagabreytingar skulu berast eigi síðar en 2. maí 2019.

Boðið er upp á te og kaffi en við erum með samskot fyrir því svo komið endilega með klink í baukinn.

Viðburðurinn er á Facebook!

Share This